Halló kalló bimbó!
Þar sem mér finnst svona knorr pastasósur sérlega vondar hef ég verið að reyna að búa til mínar eigin sósur og gengið vel hingað til. Nú er svo komið að ég er að reyna að hætta að nota svona rjóma í þær, þar sem það er nú bara til að setja vömb á fólk! í staðin er ég byrjuð að setja sýrðan rjóma en það er svo rosalega súrt bragð af honum, eins og nafnið gefur til kynna. Kunniði einhverjar uppskriftir af mögrum pastasósum sem þið viljið deila með ykkur eða einhver ráð til þess að bæta upp þetta súra bragð af hinum sýrða rjóma(t.d með kryddi eða álíka)

Með jólakveðju
Lambið