Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Antoine Walker til Dallas í fyrir LaFrentz (8 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Stórtíðindi í NBA núna rétt í þessu. Dallas og Boston skiptust á 5 leikmönnum í dag. Antoine Walker og Tony Delk fóru til Dallas en Boston fékk í staðinn Raef LaFrentz, Jiri Welsch og Chris Mills. Semsagt 2 leikmenn sem eru nýkomnir til Dallas eru farnir aftur, sérstaklega kemur á óvart að Jiri Welsch skildi fara enda voru Dallas að nota hann töluvert í undirbúningstímabilinu. Chris Mills er síðan skiptimyntin í þessu, Boston mun ekkert nota hann. Ljóst er að Dallas er komið með SKUGGALEGA...

Verður þetta tímabil martröð fyrir Kobe Bryant? (14 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Flest allt bendir til þess að Kobe verði ekki sjálfum sér líkur á þessu tímabili. 1. Nauðgunarmálið hefur gert það að verkum að hjónaband Kobe hengur á bláþræði, hann þarf að hendast hingað og þangað vegna nauðgunarmálsins og taugarnar hans eru þandar vegna málsins og fjölmiðlafársins í kringum þetta. 2. Hann hefur ekkert spilað á undirbúningstímabilinu, hann hefur misst 7-8 kíló og hann er ennþá slæmur eftir aðgerð í hné. Hann hefur því ekki fengið að spila með nýju leikmönnunum. 3. Hann er...

Hvaða stöðu mun LeBron James spila hjá Cleveland?? (1 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 6 mánuðum
LeBron og Darius Miles hafa nefnilega verið að spila á undirbúningstímabilinu sem PG, en Paul Silas, þjálfari Cleveland, hefur sagt áður að LeBron mun ekki vera PG. Cleveland hefur nokkur marga leikmenn sem þannig séð gætu spilað PG, t.d. Darius Miles, LeBron, Dajuan Wagner, Kevin Ollie, JR Bremer og jafnvel Ricky Davis (þótt það væri fáranlegt að hafa Davis sem PG). Ollie og Bremer eru eiginlegir PG. Persónulega mundi ég ekki hafa Davis, LeBron, Miles og Wagner alla inn á í einu, enda eru...

Mutombo til NY Knicks (4 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Dikembe Mutombo er farinn til NY Knicks. NY Knicks eru þá komnir með fína breidd en ekki nógu gott byrjunarlið.

Smá check yfir fyrstu æfingaleikina (11 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Denver unnu Phoenix í æfingaleik í nótt. Denver með gjörbreytt og geysilega skemmtilegt lið unnu nokkuð sannfærandi sigur. Carmelo stóð sig bara sæmilega, óhræddur við að skjóta en hitti aðeins úr 6-15 en öll 5 vítin fóru ofan í. Hinsvegar var hann lítið að gera annað en að skjóta, aðeins 2 fráköst og 3 stoðsendingar. En á heildina litið, fín byrjun hjá honum. Andre Miller nýji leikstjórnandi þeirra sem kom frá Clippers, stóð sig vel, hitti vel og passar vel inn í þetta lið. Voshon Lenard,...

LeBron með sinn annan leik fyrir Cleveland (1 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 6 mánuðum
LeBron lék sinn annan leik fyrir Cleveland gegn Atlanta í nótt. Rólegur leikur hjá stráknum sem lék í 31 mín, 3-7 í skotum, 3 fráköst, 3 villur, 3 stoðsendingar, 2 stolnir, 3 tapaðir og 6 stig. Þótt skorunin hefur ekki verið neitt rosaleg hefur leikskilningur LeBron þótt mjög mikill, að ég tala ekki um miðað við 18 ára gutta sem aldrei hefur spilað í háskóla né NBA. Annars voru það Ilgauskas, 19 stig og 8 fráköst og Darius Miles, 13 stig, 8 stoðsendingar og 7 fráköst, sem voru bestir í liði...

Spútnikleikmenn næsta tímabils (19 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Það er ansi algengt að NBA leikmenn taki sér 2-3 ár (sumir færri ár, sumir fleiri) að plumma sig inn í deildina. Þannig var það með T-Mac, Kobe (enda komu þeir svo ungir inn í deildina). Síðan eru sumir sem áttu auðvelt með að koma sér inn í deildina, t.d. Allen Iverson og Tim Duncan. Allaveganna, ég ætla að spá hvaða leikmenn eiga eftir að verða spútnikleikmenn á þessu tímabili. Til að byrja með ætla ég að minnast á Qyntel Woods (á 2. ári) og Zach Randolph (á 3. ári) hjá Portland. Báðir...

Fyrsti leikur Jóns fyrir Dallas í nótt. (1 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Þótt þetta hafi verið æfingaleikur þá skiptir það ekki öllum máli. Jon Steffansson (eins og hann heitir víst núna) kom inn á gegn Orlando Magic í nótt. Spilaði í heilar 18 mínútur. Tók 7 skot, 1 þeirra ofan í, 2 stig, 2 fráköst og 3 villur. Þótt þetta sé enginn úrvalsleikur, þá sýnir þetta hvað hann er óhræddur. Tekur bara 7 skot í sínum fyrsta leik þrátt fyrir að hitta ekki neitt. Spurning hvern hann hafi verið að dekka og hver hafi verið að dekka hann. Held hann hafi nefnilega spilað sem...

Svar Portland við T-Mac (1 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Quintel Woods, leikmaður Portland, hefur staðið sig frábærlega í sumarleikjunum. Þetta er ungur strákur, fæddur '81, 6-8 og spilar sem SF. Er að hefja sitt annað tímabil. Tímabilið hans í fyrra var slakt, aðeins 2.8 stig í leik. Honum hefur verið líkt við T-Mac, semsagt frábær íþróttamaður og fjölhæfur en slakur varnarmaður. Var langstigahæstur í Rocky montain deildinni í sumar með 28 stig í leik

Fyrsti æfingaleikur Dallas fyrir tímabilið var í gær (2 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Dallas mætti Utah í gær í æfingaleik. 19 leikmenn Utah komu við sögu sem er hreint ótrúleg tala. Nýji leikmaður Dallas, Antawn Jamison var bestur í liði Dallas og hitti úr 8 af 13 skotum sínum og var með 16 stig. Jón Arnór kom ekkert inn á en athyglisvert að Jiri Welsch (einn af keppinautum Jóns í Dallas) byrjaði inn á en stóð sig frekar illa. Travis Best var 3. bakvörðurinn og Marquis Daniels (annar keppinautur Jóns) kom heldur ekki inn á. Finley var meiddur.

Hvernig vinnsluminni? (2 álit)

í Vélbúnaður fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ég er búinn að ákveða að fjárfesta í meira vinnsluminni í mína P3 IBM thinkpad 900 mhz fartölvu. Fartölvan er með núna, segir hún sjálf, 184(?) mb of RAM. Ég ætla bara að fá eins gott minni og mögulegt er, undir 15000 kr. Bendið mér á eitthvað þrusugott vinnsluminni fyrir mig á því verði??!?!?!?! Síðan langar mig líka í Windows XP. Hvernig fæ ég þannig, það er eins og að fólk fái ekki lengur diskanna með Windows þegar keyptar eru tölvur með t.d. Win XP.

Takmarka minni Windows (0 álit)

í Windows fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Þegar ég þarf að hafa Windows 98 í safe mode þá finnst mér oft eins og að tölvan vinni hraðar og alveg án vandamála, eðlilega enda með enginn forrit í gangi. Ég fór þá msconfig og prófaði að takmarka minnisnotkun Windows. Ég gerði það reyndar of mikið, niður í 16 mb, og var normal mode alveg eins og Safe mode, en þar sem mín tölva er ekki með of mikið í minni þá datt mér í hug að reyna að takmarka notkun Windows í ca. 50-100 mb. Er það ekki bara hið besta mál að takmarka mb. notkun Windows,...

Hvernig finnst ykkur annars CM4? (2 álit)

í Manager leikir fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Hvernig finnst ykkur CM4? Margir segja að hann sé nefnilega ekki nógu góður. Mig langar samt til að benda mönnum sem eru ósáttir við leikinn á að þegar að CM3 kom fyrst þá voru margir sem fannst hann slakur miðað við CM2. Ég spái því að þetta sé eitthvað svipað. Fyrr en síðar verða vonandi allir CM kallar brjálaðir í CM4 og vilja helst ekkert annað. Það tekur sennilega smá tíma að venjast honum. Allavega ætla ég að vona það. Ég vill ekki vera með of miklar væntingar þegar ég fæ mér hann.

CM4 of auðveldur? (0 álit)

í Manager leikir fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ég er reyndar eftir að fá mér leikinn, en einhverjir segja að hann sé of auðveldur og nokkuð sé um óraunveruleg úrslit. Finnst ykkur þetta rétt? Ef þetta er rétt, var þá ekkert gert í EP 1,2 eða 3 til þess að laga þetta?

Vantar hjálp! (9 álit)

í Vélbúnaður fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ég er ekki sáttur við fartölvuna mína sem er 1 árs gömul IBM Thinkpad. Intel 900 mhz með 184 mb RAM, held ég amk, ekki sá fróðasti um þessi mál. Windows 98 stýrir þessu öllu, eða allavega reynir það með slökum árangri finnst mér, en læt það nóg næga. En allaveganna, þá er tölvan nánast búinn að gefast upp. Orðinn ferlega hæg og leiðinleg. Sífellt að koma error, general failure og ég veit ekki hvað. Það nýjasta er að tölvan finnur núna ekki módemið. Ætti ég að reyna að uppfæra hana að miklu...

Varðandi MVP könnun (2 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 12 mánuðum
Þetta er svo sem ágætis könnun, nema það að það vantar líklegasta MVP, Tim Duncan og síðan vantar Dirk Nowitski líka. Ég kaus annan.

Playoffs keppnin á hugi.is !! (20 álit)

í Körfubolti fyrir 21 árum
Núna er gamanið að byrja og væri skemmtilegt að hafa smá keppni í sambandi við úrslitakeppnina. Hér fyrir neðan er listi yfir leikina í 1. umferðinni. Þið eigið að giska á hverjir vinna og hvernig þeir vinna, til dæmis ef ég segi að Detroit vinni Orlando 4-2, þá skrifa ég Detroit - Orlando 4-2, en ef ég mundi giska á að Orlando vinni 4-2 þá segi ég Detroit - Orlando 2-4. Einfalt, copy/paste þennan lista fyrir neðan og setjið á svarið ykkar í staðinn fyrir x-x. Auðvitað þarf svarið að koma...

Smá úttekt á úrslitakeppninni (12 álit)

í Körfubolti fyrir 21 árum
Jæja, þá er tímabilið búið og úrslitakeppnin tekur við. Ákveðið er hverjir mæta hverjum. Ég ætla að fara aðeins yfir 1. umferðina eins og hún kemur mér fyrir sjónir. Byrjum á Austrinu. Detroit (1) - Orlando (8) Byrjum á áhugaverðri staðreynd; Efsta lið Austurdeildarinnar hefur ALLTAF nema einu sinni komist alla leið síðustu 13 árin. Þessi viðureign á eftir að snúast um það hversu heill Ben Wallace verður. Hann er búinn að vera meiddur síðustu leiki og án hans eiga Orlando talsverðan...

Fantasy Game Playoffs (0 álit)

í Körfubolti fyrir 21 árum
Mjög skemmtilegur leikur, hefst þegar playoffs byrjar 19. apríl. Skráið ykkur fyrir þann tíma. Farið á þessa síðu og skráið ykkur. Deildin er ísland og lykilorð er ísland. Kostar ekki neitt og er mjög gaman. Maður velur 6 leikmenn sem fá stig fyrir hvern stig, fráköst, stoðsendingar og svo framvegis, síðan getur maður skipt leikmönnum. Því fleiri sem skrá sig því skemmtilegra verður þetta. http://fantasygames.sportingnews.com/crs/logout.html

Tim Hardaway kominn til Indiana Pacers! (5 álit)

í Körfubolti fyrir 21 árum
Tim Hardaway gerði í gær samning við Indiana Pacers út tímabilið. Hann spilaði í fyrra með Dallas og Denver, og skoraði tæplega 10 stig að meðaltali í leik og gaf tæpar 4 stoðsendingar, en skotnýting hans var glötuð, rúmlega 35%. Tímabilið endaði samt illa fyrir Hardaway, sem hefur glímt við meiðsli í hnjám, og þurfti Hardaway að ljúka síðasta tímabili nokkrum vikum of snemma vegna meiðslna. Hardaway, 37 ára á þessu ári, hefur auk þess spilað 52 leiki í úrslitakeppninni, byrjað inn á í þeim...

Ungt lið Chicago Bulls sýna takta og unnu Lakers (13 álit)

í Körfubolti fyrir 21 árum, 1 mánuði
Chicago Bulls unnu Lakers í nótt, í Chicago, eftir að hafa haldið Shaq í aðeins 13 stigum. Centerinn hjá Bulls, hinn 20 ára Eddy “Baby Shaq” Curry spilaði góða vörn á Shaq og setti 20 stig á 27 mínútum og var þetta 3. leikurinn hans í röð með yfir 20 stigum. Jalen Rose skoraði 27 stig og hitti úr 6 af 7 þriggja stiga skotum. Jamal Crawford, sem hefur verið að byrja inn á í staðinn Jay Williams, skoraði 24 stig og var með 10 stoðsendingar. Bulls hittu fáranlega úr þristum, 12 af 15! Bulls...

Hver verður MVP? (24 álit)

í Körfubolti fyrir 21 árum, 1 mánuði
Jæja, hver finnst ykkur að ætti að vinna MVP? Mér finnst 3-5 leikmenn koma til greina. Þeir eru Kobe Bryant, Kevin Garnett, Tracy McGrady, Shaq og Tim Duncan. Spurning með Jason Kidd, Allen Iverson, Dirk Nowitski eða Chris Webber, en mjög ólíklegt. Ég hef samt mesta trú á að Kobe, T-Mac eða Garnett vinni þetta. Kobe Bryant: Mér finnst hann vera líklegastur til að verða valinn, eins og staðan er í dag. Þó svo að hann sé í besta liðinu og margir segja að Kobe sé bara góður útaf Shaq. Kobe er...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok