Antoine Walker til Dallas í fyrir LaFrentz Stórtíðindi í NBA núna rétt í þessu.

Dallas og Boston skiptust á 5 leikmönnum í dag. Antoine Walker og Tony Delk fóru til Dallas en Boston fékk í staðinn Raef LaFrentz, Jiri Welsch og Chris Mills. Semsagt 2 leikmenn sem eru nýkomnir til Dallas eru farnir aftur, sérstaklega kemur á óvart að Jiri Welsch skildi fara enda voru Dallas að nota hann töluvert í undirbúningstímabilinu. Chris Mills er síðan skiptimyntin í þessu, Boston mun ekkert nota hann.

Ljóst er að Dallas er komið með SKUGGALEGA spennandi lið. LaFrentz var ekki að standa sig í undirbúningstímabilinu og átti slakt tímabil í fyrra. Don Nelson hefur verið að sjá það að LaFrentz á enga framtíð hjá Dallas og var byrjaður að nota Bradley meira í Center. Þetta er sniðugt hjá Dallas. Walker hefur bætt sig verulega líkamlega í sumar og er nú orðinn svakaflottur.

Annað athyglisvert er að Tony Delk er PG, eins og Jón Arnór, sem þýðir að Nelson feðgar hafa greinilega litla trú á Jóni sem PG á þessu tímabili og spurning hvort Jón verði áfram hjá Dallas. Þeir virðast vera tilbúnir að skipta nýkomnum mönnum strax (Welsch og Mills) og einnig leikmönnum sem ekki hafa staðið sig (LaFrentz). En kannski er Nelson að spá í Jóni sem SG á þessu tímabili enda hefur Jón verið að tapa boltum alltof mikið á undirbúningstímabilinu og núna skapast pláss í SG þegar Welsch er farinn. Semsagt athyglisvert. Nelson feðgar segja að Nowitzki mun spila einhverjar mínútur sem center.

Það virðist sem að þetta hafi komið upp snögglega, enda sögðu Nelson feðgar að það gerist ekki oft að svona leikmaður eins og Walker sé “til sölu”. Þar að auki þá virtist ekki margt benda til þess að eitthvað lið vildi LaFrentz (sem hefur engann veginn staðið undir væntingum og Nelson feðgar hafa ýjað að því nokkrum sinnum). Síðan virtist Welsch (sem er ungur og efnilegur) vera leikmaður til framtíðarinnar hjá Dallas.

Dallas virðist vera mjög sóknarsinnað og fj lið sem kann ekki og nennir ekki að spila vörn. En er síðan með varamenn eins og Fortson, Wahad, Josh Howard, Travis Best, Tony Delk, Najera og Bradley.


Mögulegt byrjunarlið Dallas…úffffff, þetta lið væri FÁRANLEGT.

PG Steve Nash
SG Michael Finley
SF Antawn Jamison
PF Antoine Walker
C Dirk Nowitzki

Athyglisvert að þetta byrjunarlið Dallas skoraði 104 stig í leik í fyrra!!! Núna verður gaman að sjá stigadreifinguna hjá þeim. Þarna eru komnir leikmenn (Walker og Jamison) sem kunna ekkert annað en að vera 1. sóknarmöguleiki síns liðs. Nelson feðgar eiga mikið verk fyrir höndum að slípa þessa menn saman.

Ummælin eftir tíðindin

``We see Antoine as a triple-double guy,'' said Donnie Nelson, the coach's son and an assistant coach. ``I know in some form or fashion at the end of the game you're going to see the Big Three and Antoine Squared.''

``It's not every day that a 27-year-old All-Star becomes available,'' said Donnie Nelson, Dallas' president of basketball operations. ``We feel we've got one of the most versatile coaches in the league. To add a player of Antoine's ability just gives (coach Don Nelson) more options to work with.''