Það er ansi algengt að NBA leikmenn taki sér 2-3 ár (sumir færri ár, sumir fleiri) að plumma sig inn í deildina. Þannig var það með T-Mac, Kobe (enda komu þeir svo ungir inn í deildina). Síðan eru sumir sem áttu auðvelt með að koma sér inn í deildina, t.d. Allen Iverson og Tim Duncan. Allaveganna, ég ætla að spá hvaða leikmenn eiga eftir að verða spútnikleikmenn á þessu tímabili.

Til að byrja með ætla ég að minnast á Qyntel Woods (á 2. ári) og Zach Randolph (á 3. ári) hjá Portland. Báðir fæddir ‘81. Þið ættuð að þekkja Randolph, 6-9, 270 pund, kom beint úr High School. Spilar sem SF eða PF. Sterkur og góður frákastari, en þykir vera hægur og þungur. Spilaði vel á köflum í fyrra. Skoraði 18 stig í nótt og tók 8 fráköst á 28 mín. Með einhver 9 stig í leik í fyrra, en ég er alveg öruggur á því að sú tala á eftir að hækka verulega á þessu tímabili.

Qyntel Woods er 6-8 á hæð, spilar sem SG eða SF, fjölhæfur og hefur verið líkt við T-Mac (reyndar hefur maður heyrt þennan áður). Hætti í háskóla eftir 2 tímabil. Ódraftaður og eins og sönnum Portland leikmanni sæmir þá er hann víst með einhverjar lausar skrúfur í kollinum. Hefði verið draftaður hefði ekki verið vegna vandamála utan vallar. Fór á kostum í Rocky Mountain sumardeildinni með 28 stig í leik. Í nótt, 5-9 í skotum og 12 stig á 18 mín. Ljóst að Maurice Cheeks (þjálfari Portland) er enn með vafa um hvort Woods sé nógu þroskaður til að spila reglulega með Portland. Lætur hann eflaust vera á bekknum eitthvað til að byrja með.

Allt þetta fár í kringum Lebron og Carmelo hefur ekki farið framhjá neinum. En nýliðinn TJ Ford hjá Milwaukee hefur hinsvegar tekist að læðast framhjá fjölmiðlafárinu (hingað til). Fæddur 1983, 5-10 til 6-0, PG, ÓTRÚLEGA snöggur, mætti skjóta betur, valinn númer 8 í draftinu, stjórnar spili vel og fékk mjög margar viðurkenningar í þau 2 ár sem hann spilaði með Texas háskólanum, . Hefur fengið Buck áhangendur til að gleyma að Payton eða Cassell hafi nokkru sinni spilað með Bucks. Byrjaði frábærlega í sínum fyrsta leik með Bucks, 28 mín, 5-7 í skotum, 5 fráköst, 7 stoð og 15 stig.

Dwyane Wade hjá Miami Heat, 6-4 og 210 pund, sterkur með frábæra sóknarhæfileika, kröftugur strákar en þó ekki nógu góður skotmaður, með PG hæð, en SG líkama, ennþá efast um PG hæfileika hans enda er SG í eðli sínu. Fæddur ’82, draftaður #5. Átti frábæran alhliðaleik gegn Sixers í æfingaleik, 35 mín, 7-18 í skotum, 8 fráköst, 4 stoðsendingar, 5 stolnir, 4 varinn skot og 18 stig.

Amare Stoudamire, hann verður ennþá betri með Suns núna heldur en í fyrra.

Aðrir sem ég nefni:

Lamar Odom, öðlast nýtt líf hjá Miami

John Salmons hjá Sixers

Al Harrington hjá Indiana. Núna springur hann út. Sendið Reggie Miller e-mail og segið honum að hætta svo Harrington komist í byrjunarliðið.

Mike Dunleavy hjá GSW. Við GSW aðdáendur bíðum eftir því að þessi leikmaður sýni eitthvað af viti. Núna er komið að honum. Núna er að duga eða drepast.

JR Bremer hjá Cleveland. Eini alvöru PG hjá Cleveland, en spurning hvort hann verði nokkuð byrjunarleikmaður. Góð skytta.

Carlos Boozer hjá Cleveland

Tayshaun Prince hjá Detroit

Michael Redd hjá Bucks, örvhentur og þvílík skytta. Bara verst að það er nánast það eina sem hann getur.

Maciej Lampe hjá NY Knicks

Richard Jefferson hjá Nets.

Joe Johnson hjá Suns.

K-Mart hjá Nets, springur núna endanlega út.

Rafer Alston hjá Miami.

Quinten Richardson, Corey Maggette og Mario Jaric hjá LA Clippers. Nú skapast pláss fyrir þá því Andre Miller og Lamar Odom eru farnir. Síðan er Clippers komnir með nýjan þjálfara.

Pau Gasol og Mike Miller hjá Memphis

Mögulega Kwame Brown hjá Wizards. Wizards Hafa fengið nýtt líf eftir að Jordan fór, loksins geta þeir farið að spila eins og þeir vilja, ekki eins og Jordan vill. Núna verður Kwane að sýna eitthvað af viti.

Stackhouse hjá Wizards. Verður með eitthvað yfir 20 stig í vetur. Aftur orðinn aðalmaðurinn í sínu liði. Með góðan PG sér við hlið í Gilbert Arenas.

Jarvis Hayes hjá Wizards, Nýliði, '81, valinn #10, frábær sóknarmaður, skotmaður en á erfitt með að skapa sín eigin skot. Á eftir að taka sinn tíma, en kemst á skrið í takt við Wizards liðið, annars ekki.

Nene Hilario hjá Denver. Gríðarlega skemmtilegur leikmaður. Þvílíkur íþróttamaður! Á varla heima í körfubolta, slakur skotmaður.

Butler bræður hjá Miami

Drew Gooden hjá Magic, bara fyrir JonKorn, auk þess að ég hef trú á honum. Spurning hvar Doc Rivers ætlar að spila honum.

Josh Howard hjá Dallas, honum er gert að byrja sem SF, enda lítil samkeppni þar.

Gordon Giricek hjá Orlando, góður körfuboltamaður, frábær skotmaður, en mætti vera betri íþróttamaður, mjög teknískur og evrópskur.

DeShawn Stevenson hjá Utah. Enginn Stockton eða Malone hjá Utah. Einhver verður að skora fyrir þá, gæti alveg eins verið Stevenson. Verður líklegast á bekknum til að byrja með, en allaveganna fyrstur inn á af bekknum.

Keon Clark hjá Utah, var alltaf í skugga Webber hjá Kings, en núna er hann aðalmaðurinn hjá Utah. Mikill troðari, ótrúlega sterkur, glataður skotmaður og gefst ekki upp. Getur blokkað skot sama hversu hátt er skotið enda með meira vænghaf heldur en 747 þota.

Lebron James, allt fárið í kringum hann er ofblásið. En hann hefur hæfileikana. En hann er ennþá bara krakki. Á 28 mín, 4-12 í skotum, 3 fráköst, 7 stoðsendingar, 8 stig, 2 varinn og 3 tapaðir boltar. Ansi erfitt að vera nýliði, lítill krakki og leiðtogi Cleveland. Hann er ekki tilbúinn til þess.

Marquis Daniels hjá Dallas. Kannski, núna er enginn Nick Van Exel og hann gæti verið fyrsti bakvörðurinn af bekknum.

Jamal Crawford, Tyson Chandler og Eddy Curry hjá Bulls. Jamal byrjar inn á enda verður Jay Williams frá lengi vegna meiðsla eftir mótorhjólaslys. Jamal á eftir að eiga MJÖG gott tímabil.

Einhverjir sem þið viljið nefna sem ég nefndi ekki???