LeBron lék sinn annan leik fyrir Cleveland gegn Atlanta í nótt.

Rólegur leikur hjá stráknum sem lék í 31 mín, 3-7 í skotum, 3 fráköst, 3 villur, 3 stoðsendingar, 2 stolnir, 3 tapaðir og 6 stig. Þótt skorunin hefur ekki verið neitt rosaleg hefur leikskilningur LeBron þótt mjög mikill, að ég tala ekki um miðað við 18 ára gutta sem aldrei hefur spilað í háskóla né NBA.

Annars voru það Ilgauskas, 19 stig og 8 fráköst og Darius Miles, 13 stig, 8 stoðsendingar og 7 fráköst, sem voru bestir í liði Cleveland.