Denver unnu Phoenix í æfingaleik í nótt.

Denver með gjörbreytt og geysilega skemmtilegt lið unnu nokkuð sannfærandi sigur. Carmelo stóð sig bara sæmilega, óhræddur við að skjóta en hitti aðeins úr 6-15 en öll 5 vítin fóru ofan í. Hinsvegar var hann lítið að gera annað en að skjóta, aðeins 2 fráköst og 3 stoðsendingar. En á heildina litið, fín byrjun hjá honum.

Andre Miller nýji leikstjórnandi þeirra sem kom frá Clippers, stóð sig vel, hitti vel og passar vel inn í þetta lið. Voshon Lenard, nýr leikmaður frá Toronto, var einnig öflugur.

Earl Boykins, að mínu mati einn vanmetnasti leikmaður NBA og minnsti leikmaður NBA (1,65 m) átti hörkuleik á aðeins 20 mín, hitti úr öllum sínum skotum, 8 stoðsendigar og 12 stig. Þessi piltur er FÁRANLEGA snöggur og minnir mann á Muggsy Bogues nema hvað Boykins er betri skotmaður. Skrýtið að Boykins hafi aldrei náð að festa sig í sessi hjá neinu liði, sennilega einhver hræðsla við að hafa svona ofboðslega lítinn leikstjórnanda.

Verst fyrir Denver að vera í Vesturdeildinni, þeir eiga lítið séns þar, en mitt mat er að þeir eiga eftir að bæta sig einna mest ásamt Cleveland frá því í fyrra, í fyrra unnu þeir 17 leiki svo það verður ekki erfitt. Miami verður annað lið sem bætir sig einnig mikið.

Líklegt byrjunarlið Denver:

PG Andre Miller
SG Voshon Lenard
SF Carmelo Anthony
PF Nene Hilario
C Marcus Camby

Phoenix hafa verið slakir í fyrstu æfingaleikum sínum, sem er þó lítið að marka, enda verið að prófa ýmislegt og stjörnurnar spilað lítið.

Joe Johnson er að verða betri og betri og ég gæti orðið einn besti varamaður deildarinnar, hann er fjölhæfur og að svipaður og Penny Hardaway nema hvað hann er ekki eins góður með boltann og sterkari, getur spilað SG eða SF auðveldlega. Penny Hardaway heldur SG stöðunni á kostnað Johnson. Amare Stoudamire lítur vel út og er betri heldur en í fyrra. Óstöðugleikinn hjá Suns er of mikill, varla einn leikur þar sem allir í byrjunarliðinu spila skítsæmilega.

Zarko Cabarkapa, 6-11 frá Serbíu, valinn #17 í fyrra, fjölhæfur, stór leikmaður en notar stærð sína mjög illa, slakur varnarmaður og kann ekki að taka fráköst, semsagt ekta evrópuleikmaður getur ekki leikið Center. Sumir segja að hann eigi eftir að koma á óvart. Leandrinho Barbosa, frá Brasilíu, er hinn nýliði þeirra, mikill íþróttamaður en ekki mikill körfuboltamaður og þeir 2 stækka hópinn. Spurningin er hver verður center hjá Phoenix. Jake Voskuhl er núna á sínu 3. ári og þarf að sýna einhverja sóknarhæfileika til að halda sínu sæti sem Center, bara verst að hann hefur enga. Ég held að Suns eigi eftir að sakna Bo Outlaw og Jake Vaskalidis, sem fóru til Memphis í skiptum fyrir Brevis Knight, Trybanski og Robert Archibald.

Phoenix eru á heildina litið töluvert sterkara en í fyrra, sérstaklega hvað varðar breiddina.

Líklegt byrjunarlið

PG Starbury
SG Penny
SF Marion
PF Stoudamire
C Guggliota sennilega, kannski Voskuhl

Chicago og Indiana mætust líka um daginn.

Indiana vann 96-82. Bulls hvíldu nánast alla sem skiptu máli. Al Harrington og Omar Cook áttu fína leiki fyrir Pacers. Tyson Chandler átti fínan leik hjá Bulls, með 8 varinn skot, 11 stig og 5 fráköst.

Breytingar hjá Indiana eru helst þær að Isah Thomas er hættur að þjálfa þá en í staðinn er kominn þjálfari ársins í fyrra, fyrrum þjálfari Piston, Rick Carlisle. Indiana hafa misst All star leikmannsins Brad Miller sem er farinn til Sacramento. Scot Pollard verður líklega sem Center í staðinn. Anthony Johnson frá NJ Nets og James Jones, nýliði, eru einnig nýjir en hvorugir verða mikilvægir fyrir Pacers. Johnson, verður 3 PG á eftir Jamaal Tinsley og Kenny Anderson. James Jones

Líklegt byrjunarlið Pacers

PG Jamaal Tinsley
SG Ron Artest
SF Al Harrington
PF Jermaine O'Neal
C Scot Pollard

Eða kannski að Reggie Miller byrji inn á sem SG og Artest verði SF og Harrington á bekknum, en frekar ólíklegt, sérstaklega þar sem að Miller er útbrunninn og Harrington er næsta vonarstjarna Pacers. Á heildina litið er leikmenn Pacers ekki eins góðir og í fyrra en hvað gerir Rick Carlisle?

Chicago hafa verið að byggja upp nýtt lið. Jerry Krause (sem var nú aldrei vinsæll) er hættur sem framkvæmdarstjóri og gamla góða þriggja stiga skyttan John Paxson er orðinn framkvæmdarstjóri Bulls. Annar gamall Bullsari er kominn aftur en það er auðvitað Scottie Pippen. Kendal Gill er líka kominn frá Minnesota, þar sem hann átti fínt tímabil í fyrra. Jay Williams verður frá vegna meiðslna á þessu tímabili.

Þetta verður tímabil Jamal Crawford.

Líklegt byrjunarlið

PG Jamal Crawford
SG Jalen Rose eða Pippen
SF Scottie Pippen eða Rose
PF Tyson Chandler
C Eddy Curry

Bulls eiga síðan fína varamenn í nýliðanum Kirk Hinrich (ekta hvítur bakvörður, minnir mig svolítið á John Paxson), Donyell Marshall, Eddie Robinson, Marcus Fizer og Corie Blount.

Möguleiki á playoffs sæti er alveg til staðar. Ég spái því að þeir komist í playoffs. En til þess þá þurfa Crawford, Chandler og Curry að bæta sig frá því í fyrra og ég hef alla trú á að þeir geri það. Chandler og Curry þurfa að bæta fleiri stigum á stigatöfluna. Bara verst hvað ég hef litla trú á Jalen Rose, aldrei fílað hann, hann er alltof eigingjarn að mínu mati.