Jæja, hver finnst ykkur að ætti að vinna MVP?

Mér finnst 3-5 leikmenn koma til greina. Þeir eru Kobe Bryant, Kevin Garnett, Tracy McGrady, Shaq og Tim Duncan. Spurning með Jason Kidd, Allen Iverson, Dirk Nowitski eða Chris Webber, en mjög ólíklegt. Ég hef samt mesta trú á að Kobe, T-Mac eða Garnett vinni þetta.

Kobe Bryant:

Mér finnst hann vera líklegastur til að verða valinn, eins og staðan er í dag. Þó svo að hann sé í besta liðinu og margir segja að Kobe sé bara góður útaf Shaq. Kobe er vinsæll í USA, en einnig mjög óvinsæll sérstaklega af yngri krökkum. Spurning hversu vinsæll hann er samt. Los Angeles er stórt svæði og þeir gætu haft áhrif. Kobe er samt langþekktastur af þeim, sem þarf ekkert endilega að vera jákvætt. Meðaltalið hjá honum á þessu tímabili:
30.6 stig, 7 fráköst, 6.2 stoðsendingar, 2.3 stolnir boltar og 45% skotnýting, allt saman fáranlega ótrúlega gott! Er reyndar með flesta tapaða bolta af þessum leikmönnum, 3.6 sem er ansi mikið.
Afrek hans á þessu tímabili hafa verið ótrúleg.

Kevin Garnett:

Búinn að vera gríðarlega stöðugur og búinn að vera hreint ótrúlegur á þessu tímabili. Þvílík fjölhæfni sem hann hefur sýnt, en einhverjum finnst hann skora of fá stig, miðað við Kobe og T-Mac. En þessi stóri maður, hefur sýnt það að hann getur gert allt inn á vellinum. Hann er efstur í Effiency tölfræði NBA, sem sýnir hversu ótrúlega mikið hann gerir hjá Minnesota. Hann er Minnesota liðið. Meðaltalið hjá honum á þessu tímabili: 23 stig, 13 fráköst, 6 stoðsendingar, 1.5 stolnir boltar, 1.5 varinn og 50% skotnýting, sem er mögnuð tölfræði!

Tim Duncan:

Hann vann í fyrra og það yrði erfitt að velja Duncan fram yfir Kobe, Garnett og T-Mac. Hefur samt það forskot að vera í því liði sem er með besta árangurinn. Hefur átt frábært tímabil, en þó var hann betri í fyrra. Meðaltalið hjá honum á þessu tímabili: 23 stig, 13 fráköst, 4 stoðsendingar og 3 varinn skot, er stórkostleg tölfræði.

Tracy McGrady:

Hann er stigahæstur í deildinni og búinn að vera mjög stöðugur, en slæmur árangur Orlando gæti gert það að verkum að hann fái ekki mikla athygli. En Orlando er sífellt að bæta sig og hver veit hvar Orlando verður í lok tímabilsins. Ef Orlando heldur áfram að bæta sig og T-Mac heldur sínu striki áfram þá verður hann mjög líklegur. Hann er “nýjasti” leikmaðurinn af þessum fjórum, minnst þekktastur og það gæti haft áhrif. Meðaltalið hjá honum á þessu tímabili: 31.7 stig, 6.6 fráköst, 5.5 stoðsendingar, 1.7 stolnir boltar og 46% skotnýting. Það er ekkert venjulegt.

Shaq:

Ég bætti honum síðast við, vegna þess hversu góður hann hefur verið síðustu leiki og ef hann heldur því áfram þá gæti hann átt möguleika. Hann er óstöðvandi og það getur ekki nokkur maður stöðvað hann.

Margir körfuboltablaðamenn vilja að Kobe fái MVP, en þess ber þó að geta að það var á þeim tíma sem Kobe var í þvílíku stuði og Lakers vann leik eftir leik.

Árangur liðanna hefur mikil áhrif. Í fyrra þegar Tim Duncan var valinn MVP, þá var San Antonio með næstbesta árangurinn í deildinni. Árið þar á undan þegar Allen Iverson var valinn MVP, þá var Philadelphia með næstbesta árangurinn í deildinni. Miðað við stöðu liðanna núna, þá yrði það sennilega ekki Kobe eða Shaq, alls ekki T-Mac og tæplega Garnett sem fá MVP. Lakers hafa sjaldan verið með jafn slakan árangur, það er ljóst nú þegar að þeirra árangur í deildinni verður sá slakasti frá verkfallstímabilinu '99.

Það er rosalega erfitt að gera upp á milli þeirra allra, en ég get ómögulega gert upp á milli Kobe, Garnett og McGrady. Þeir þrír hafa líka sýnt framfarir frá árinu á undan og hafa aldrei nokkurn tímann spilað betur.

Ég á rosalega erfitt með að velja einhvern, en ég mundi velja Garnett eins staðan er núna.