Þegar ég þarf að hafa Windows 98 í safe mode þá finnst mér oft eins og að tölvan vinni hraðar og alveg án vandamála, eðlilega enda með enginn forrit í gangi. Ég fór þá msconfig og prófaði að takmarka minnisnotkun Windows. Ég gerði það reyndar of mikið, niður í 16 mb, og var normal mode alveg eins og Safe mode, en þar sem mín tölva er ekki með of mikið í minni þá datt mér í hug að reyna að takmarka notkun Windows í ca. 50-100 mb. Er það ekki bara hið besta mál að takmarka mb. notkun Windows, sérstaklega ef maður þarf bara að spila einn tölvuleik, hvað þarf maður þá á Windows að halda? Það er ekkert mál að breyta þessu og maður finnur bara gott jafnvægi þar sem Windows fær nægilegt minni til þess að virka. Leikurinn fær þá meira minni og vinnur betur og hraðar á kostnað Windows, er það ekki?