Mikið hefur verið rætt um verðlagningu DVD mynda hérna á Íslandi og jafnan hefur mönnum þótt hún of há. Almennt hef ég þó ekki talið að hér væri um vísvitandi tilraunir til að féflétta viðskiptavininn, en á því varð breyting í gær. Þannig bar undir að ég brá mér í verslun Skífunnar í Kringlunni. Tók ég þar eftir að þeir eru enn með X-Files pakkanna til sölu á um 13þúsund krónur stykkið. Það eitt og sér er reyndar hálfgert okur, þar sem Play.com selur þetta á (með tolli og alles) um 9000kr,...