Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

ibwolf
ibwolf Notandi frá fornöld Karlmaður
352 stig

Verðlagning á DVD á Íslandi (55 álit)

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Mikið hefur verið rætt um verðlagningu DVD mynda hérna á Íslandi og jafnan hefur mönnum þótt hún of há. Almennt hef ég þó ekki talið að hér væri um vísvitandi tilraunir til að féflétta viðskiptavininn, en á því varð breyting í gær. Þannig bar undir að ég brá mér í verslun Skífunnar í Kringlunni. Tók ég þar eftir að þeir eru enn með X-Files pakkanna til sölu á um 13þúsund krónur stykkið. Það eitt og sér er reyndar hálfgert okur, þar sem Play.com selur þetta á (með tolli og alles) um 9000kr,...

DVD Pantað - Reiknivél (18 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Það kemur oft fyrir að fólk hérna spyr hvað kosti að panta DVD diska að utan, hvernig tollar leggjast á o.s.frv. Sjálfur hef ég notað Excel workbook til að halda utan um þetta allt. Ég hef ákveðið að deila henni hérna með ykkur til að auðvelda ykkur að áætla kostnað af því að panta að utan og fá þannig marktækan verðsamanburð við það sem selt er í búið hérna á frónni. Áður en þið farið að nota það ráðlegg ég ykkur að lesa leiðbeiningarnar hér að neðan....

Transformers: The Movie - DVD review (16 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Transformers: The Movie “One shall stand, one shall fall” R2 DVD: http://www.playserver5.com/play247.asp?page=title&r=R2& title=92659 Hver man ekki eftir Tranformers teiknimyndunum frá níunda áratuginum? Slíkar voru vinsældir þeirra að árið 1986 var ráðist í að gera kvikmynd (teiknaða) eftir þeim. Var engu til sparað og er m.a. fjöldi frægra leikara sem talar inn á myndina. Eric Idle, Orson Wells, Robert Stack og Leonard Nimoy ásamt fleirum. (Smá spolier í þessari málsgrein) Myndin hefur...

Forritarar og tölvunarfræðingar, ekki það sama (27 álit)

í Forritun fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Forritari er maður sem skirfar forrit. Það er, skrifar kóða. Sú var tíðin að megnið af vinnunni við að gera forrit var fólgið í þessum hluta verksins. Skrifa kóðann. Þannig að margir gerðu lítinn greinarmun á tölvunarfræðingi og forritara, enda kannski lítill munur í mörgum tilfellum. Á síðustu 10 árum hefur hinsvegar orðið gífurleg breyting. Upplýsingakerfi hafa stækkað gríðarlega og fengið mjög aukna þýðingu í rekstri fyrirtækja. Samhliða þessu hefur stétt tölvunarfræðinga stækkað mikið,...

DVD Póstverslanir (14 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Gengi krónunnar hefur verið að styrkjast. Samt hefur verið innanlands á DVD haldist óbreytt. Hinsvegar hefur orðið mun hagstæðara að panta diska að utan. Af því tilefni tel ég þess virði að við rifjum hér upp kynni okkar af hinum fjölmörgu netverslunum sem selja slíkan varning. Sjálfur hef ég lang mest verslað við Play.com. Hafa þeir aldrei brugðist mér og mæli ég óhikað við að kaupa R2 diska frá þeim. Sjálfur lenti ég í smá basli með R1 disk sem ég reyndi að kaup frá þeim, hann tók óratíma...

Tron (5 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Tron er ein af þessum myndum sem maður á erfitt með að skilgreina. Á vissan hátt er þetta barnamynd en samt ekki. Hluta til vísindaskáldskapur en þó ekki alveg. Spennumynd en ekki svona eins og maður er vanur. Drama og þó. Kannski einna mest fantasía? Eitt er hinsvegar víst að þessi Disney mynd frá 1982 var fyrsta mynd í kvikmyndasögunni til að nota CGI eða tölvuteiknaðar myndir og er því þess verð að maður líti aðeins betur á hana. Söguþráðurinn er á yfirborðinu nokkuð einfaldur. Tölvurefur...

The Maltese Falcon (2 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Það var fyrir algjöra tilviljun að ég rakst á þessa mynd á TNT (heitir víst TCM núna) fyrir nokkrum árum. Ég hafði svosem heyrt minnst á hana hér og þar en vissi sáralítið um hana. Ekki var að sökum að spyrja; myndin greip mig strax. Það er nefnilega eitthvað við þessa mynd. Erfitt að koma því orð. Kannski er það stórleikur Bogarts sem kvennasamur einkaspæjari eða dularfulla andrúmsloftið þar sem lygar og efasemdir ráða ríkjum. E.t.v. er það bæði og sennilega er það mun meira. The Maltese...

Highlander á DVD (8 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Jæja, það er loksins komið að því. Hin hörkugóða mynd Highlander frá 1986 með Christopher Lambert í aðalhlutverki er að koma út á almennilegum DVD disk. Highlander er ein af þessum myndum sem varð strax sígild og er það enn. Framhöldin voru reyndar vonlaus en það dregur ekkert frá gæðum upprunalegu myndarinnar sem er og verður besta verk Lamberts. Myndin hefur verið fáanleg á R2 um nokkurt skeið en með engu aukaefni. Mynd og hljóðgæði eru reyndar “í lagi” eins og ein gagnrýnin orðaði það en...

32" Widescreen: Sony og Thomson (28 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég hef verið að kynna mér úrvalið á 32“ Widescreen sjónvörpum hérna á Íslandi. Þó svo sú ”rannsókn“ sé enn í gangi þá er ég búin að skoða nokkur tæki og hér á eftir fylgja helstu upplýsingar um þau. Endilega sendið inn komment, sér í lagi ef þið hafið persónulega reynslu af einhverju tækjann. Sony: Ódýrasta ”alvöru“ 32” WS tækið frá Sony er KV32LS35. Um er að ræða 50hz tæki með Trinitron myndlampa og Auto Noise Reduction. Hljóðið er NICAM og Virtual Dolby. Magnarinn er 2x14W + 20W subwoofer....

Jackie Chan's Project A (14 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 10 mánuðum
'A' gai waak (1983) …aka ‘A’ ji hua (1983) (China: Mandarin title) …aka Jackie Chan's Project A (1983) (USA) …aka Operazione pirati (1983) …aka Pirate Patrol (1983) …aka Project A (1983) Leikstjóri: Jackie Chan Aðalhlutverk: Jackie Chan sem Jackie Dragon Ma Sammo Hung Kam-Bo sem Fei (segment “Fats”) Biao Yuen sem Captain Chi Dick Wei sem Lor Sam Pau Mars sem Jaws Winnie Wong Po Tai sem Tai (as Pa Tai) o.fl. Ef einhver hefur verið að velta því fyrir sér hvernig Jackie Chan varð vinsæll þá...

Babylon 5 (25 álit)

í Sci-Fi fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Í kjölfar umræðanna sem spruttu upp í kringum greinina um Babylon 5: Legends of the Rangers þykir mér ekki úr veigi að fjalla örlítið um B5. Því miður er ekki til hér á Hugi.is betri staður fyrir slíka umræðu. Star Trek er “nánasti ættingi” B5 hér á Hugi.is og skýrir það af hverju ég (og sá sem minntist á B5:LotR) sendi greinina hingað. En að efni málsins: Babylon 5 fór fyrst í loftið 1993. Um er að ræða hugarfóstur eins manns, J. Michael Straczynski (JMS), sem yfirgaf vel borgað starf til...

Önnur kynslóð vefforritunar (6 álit)

í Vefsíðugerð fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Þegar maður horfir á þau tól sem eru til staðar í dag fyrir vefforitun (þá á ég ekki við HTML hlutan heldur ASP, JSP o.s.frv) þá verður ekki komist hjá þeirri niðurstöðu að þau eru mörg hver (ef ekki flest) frekar fátæklega og erfið viðureignar. Allavega ef þau eru borin saman við þau tól sem “venjulegir” forritarar hafa yfir að ráða. Að mörgu leiti má segja að vefforritun sé bara rétt að slíta barnskónna og standi að stóru leita í svipuðum sporum og þessi svokölluðu venjulegu forritunarmál...

Fúsk og ekkert nema fúsk (19 álit)

í Forritun fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Ég sendi inn skoðunarkönnun hér fyrir skemmstu þar sem ég spurði fólk hvort þeim þætti mikilvægari hluti hugbúnaðargerðar, greining og hönnun eða útfærsla (forritun). Meira en <i>helmingur</i> þeirra sem taka afstöðu telja forritunina vera mikilvægari. Nú er mér spurn: Er þetta fólk sem hefur aldrei unnið við stærra verkefni en svo að einn maður ráði við það (í slíkum verkum gæti það vel haft rétt fyrir sér) og var fólk einfaldlega að miða við slik verkefni. Ég hef komið að nokkrum...

Varðandi skoðunarkönnun dagsins (4 álit)

í Vefsíðugerð fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Spurt var: “Hvar vistar þú síðurnar sem þú býrð til?” og möguleikarnir: “Á local ISP:” “Á Comersial ISP:” Án þess að ég fara út í málfarið þá vill ég benda þeim sem sendi þessa könnun inn á þá staðreynd að ekki eru allar vefsíður geymdar hjá Internet þjónustuaðilum. Þannig eru nánast öll þau fyrirtæki sem ég vinn fyrir með sína eigin þjóna og vefsíðurnar eru vitaskuld geymdar þar. En ekki hjá einhverri net þjónustu. - ibwolf

Server-side forritun (19 álit)

í Vefsíðugerð fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Hvað er það við PHP sem gerir það svona vinsælt? Er það hversu auðvelt er að setja það upp á vefþjóni? Mér dettur ekkert annað í hug. Ekki er það öflugasta málið (JSP ber þar höfuð og herðar yfir aðra), ekki er það hraðvirkasta (það er jú túlkað). Ég hef nú verið að vinna í hinum og þessum (að vísu ekki PHP en ég hef nú kynnt mér það) og hef komist á þá skoðun að JSP beri höfuð og herðar yfir hin. Í JSP fær maður fullkomið forritunarmál með öllu tilheyrandi (Java eins og það leggur sig). Þú...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok