Jú, það þarf að borga toll af öllum sendingum sem koma frá útlöndum, hvort svo sem það er frá Bretlandi, Bandaríkjunum eða Færeyjum. Á DVD diska leggst 10% vörugjald og svo 24,5% VSK. Auk þess er rukkað 350kr tollafgreiðslugjald per sendingu (reyndar er einungis lagt eitt slíkt gjald þá margar sendingar komi samdægurs). Þannig að formúlan á endanlegu verði er: (verð í pundum) * (gengi) * 1,1 * 1,245 + 350 = (verð í krónum)