Transformers: The Movie - DVD review Transformers: The Movie

“One shall stand, one shall fall”

R2 DVD: http://www.playserver5.com/play247.asp?page=title&r=R2& title=92659

Hver man ekki eftir Tranformers teiknimyndunum frá níunda áratuginum? Slíkar voru vinsældir þeirra að árið 1986 var ráðist í að gera kvikmynd (teiknaða) eftir þeim.

Var engu til sparað og er m.a. fjöldi frægra leikara sem talar inn á myndina. Eric Idle, Orson Wells, Robert Stack og Leonard Nimoy ásamt fleirum.

(Smá spolier í þessari málsgrein) Myndin hefur staðist tímans tönn ágætlega. Er mér þó ljóst að fæstir sem ekki ólust upp við að horfa á sjónvarpsþættina munu hafa gaman af myndinni. Sagan er klassísk saga um baráttu góðs og ills. Hasar og læti, en óvenju djúp (af teiknimynd allavega) og er atriðið þar sem Optimus Prime deyr sígilt.

Ég finn myndinni það einna helst til foráttu að tónlistin í henni er afspyrnu léleg. Þetta er þessi týpíska “eighties” tónlist og yfirkeyrir hún á köflum hasarinn.

Myndin: 8/10 (þar af 2 fyrir nostalgíu)

Í R2 (og reyndar í R1) DVD útgáfunni er myndin í fullscreen formati. Þetta er vissulega vonbrigði þar sem hún var upprunalega í 1.85/1. Ekki verður þó séð að þetta valdi vandræðum, ég tók hvergi eftir augljósum “crops” þar sem eitthvað vantaði á sýnilegan flöt. Grunar einna helst að hún hafi verið teiknuð í 4/3 og “cropped” fyrir kvikmyndahús þannig að fullscreen sýni í raun meira. Hvort það er eða ekki þá kemur þetta allavega ekki að mikilli sök.

Myndgæðin eru almennt góð. Einstaka skemmdir á filmunni sjást en annað er ekki út á hana setjandi.

Myndgæði: 7/10

Hljóðrásin er Dolby Digital 5.1. Hún er um flest ágæt. Tal er skírt. Bassaboxið er frekar lítið notað. Rear hátalararnir eru töluvert notaðir, oftast vel en einstaka sinnum fannst mér að hljóðin í þeim ættu alls ekki heima þar heldur í framhátölurunum.
Það sem fór mest í taugarnar á mér var þó að (sérstaklega í bardaga atriðum) þá er tónlistin of há m.v. sprengingar og önnur læti. Kannski fannst mér það bara vegna þess að mér fannst tónlistin svo leiðinleg.

Hljóðrás: 6/10

Lítið er af aukaefni á þessum disk. Japanese ‘Headmasters’ Episode (Soldiers From The Sky) er þar auk trailers. Þá er menu kerfið allt of langdregið og ekki hægt að hoppa yfir það.

Aukaefni: 3/10

Diskurinn kostar 12.99 pund frá Play, það er u.þ.b. 2500 kr komið til landsins með tolli og tilheyrandi.

Heild: 6/10 - Gamlir Transformers aðdáendur geta keypt hann upp á nostalgíuna, aðrir ættu sennilega að láta hann eiga sig.