Forritari er maður sem skirfar forrit. Það er, skrifar kóða. Sú var tíðin að megnið af vinnunni við að gera forrit var fólgið í þessum hluta verksins. Skrifa kóðann. Þannig að margir gerðu lítinn greinarmun á tölvunarfræðingi og forritara, enda kannski lítill munur í mörgum tilfellum.

Á síðustu 10 árum hefur hinsvegar orðið gífurleg breyting. Upplýsingakerfi hafa stækkað gríðarlega og fengið mjög aukna þýðingu í rekstri fyrirtækja. Samhliða þessu hefur stétt tölvunarfræðinga stækkað mikið, auk þess sem margir ófaglærðir hafa starfað sem forritarar.

Með stærri og flóknari kerfum hefur sá þáttur í gerð hugbúnaðar sem lítur að greiningu, hönnun, prófunum of fleira slíku öðlast mjög svo aukið vægi. Þannig er í starfi tölvunarfræðings sífellt minni forritunarvinna, en meiri hönnunarvinna. Í raun hafa tölvunnarfræðingar orðið að einskonar verkfræðingum (enda var tölvunarfræðiskor nýverið fluttur frá raunvísindadeild og yfir í verkfræðideild í HÍ).

Almannaálit endurspeglar hinsvegar lítið þennan raunveruleika. Enn er litið á tölvunarfræðinga sem nörda sem skrifa kóða. Þetta viðhorf sést vel í sumum greinarsvörum við grein sem birt var hér 29. janúar.

Ástæða er hinsvegar að reyna að koma sannleikanum til skila. Tölvunarfræðingar eru sérfræðingar á sviði greiningar og hönnun á hugbúnaði. Við erum ekki forritarar (margir eru reyndar LÍKA forritarar, en það eru líka margir verkfræðingar einnig smiðir).

Greining á hugbúnaði getur oft verið mjög vandasamt verk. Oft liggur lítið annað fyrir en einhver óljós hugmynd um að forrit gæti auðveldað eitthvað. Hvert nákvæmt umfang eða verksvið þess á að vera er jafnvel ekki vitað. Tölvunarfræðingar þurfa að geta komið að slíku, spurt réttu spurninganna og leitt fólk að réttri niðurstöðu.

Þá þurfa tölvunarfræðingar að geta tekið þær upplýsingar og lagt á ráðin um hvernig skuli mæta þeim kröfum og þörfum sem fram koma.

Það er einingis þegar það liggur fyrir (að mestu leiti allavega) hvað þarf að gera OG hvernig á að gera það að það er ráðist í að gera það með því forrita það.

Þannig er megnið af því sem tölvunarfræðingar læra tengt þessum hluta og forritunum er yfirleitt bara afurð þeirrar vinnu.