Hvað er það við PHP sem gerir það svona vinsælt?
Er það hversu auðvelt er að setja það upp á vefþjóni?
Mér dettur ekkert annað í hug. Ekki er það öflugasta málið (JSP ber þar höfuð og herðar yfir aðra), ekki er það hraðvirkasta (það er jú túlkað).

Ég hef nú verið að vinna í hinum og þessum (að vísu ekki PHP en ég hef nú kynnt mér það) og hef komist á þá skoðun að JSP beri höfuð og herðar yfir hin.

Í JSP fær maður fullkomið forritunarmál með öllu tilheyrandi (Java eins og það leggur sig). Þú getur einnig notað svo gott sem ALLA pakka sem hafa verið skrifaðir í Java, hvort svo sem þeir voru hugsaðir sérstaklega fyrir JSP eða ekki.
Þá er það mjög þægilegt að geta einfaldlega búið til pakka sem geymir megnið af kóðanum.

Þá er JSP tiltölulega einfalt í uppsetningu og ef það er keyrt á Linux er hægt að fá allt sem til þarf ókeypis (Apache+Tomcat).

Ef til vill er það bara málið að fólk hefur ekki prófað JSP og þorir því kannski ekki???