Babylon 5 Í kjölfar umræðanna sem spruttu upp í kringum greinina um Babylon 5: Legends of the Rangers þykir mér ekki úr veigi að fjalla örlítið um B5.

Því miður er ekki til hér á Hugi.is betri staður fyrir slíka umræðu. Star Trek er “nánasti ættingi” B5 hér á Hugi.is og skýrir það af hverju ég (og sá sem minntist á B5:LotR) sendi greinina hingað.

En að efni málsins:

Babylon 5 fór fyrst í loftið 1993. Um er að ræða hugarfóstur eins manns, J. Michael Straczynski (JMS), sem yfirgaf vel borgað starf til að gera B5.

Alls voru þættirnir í framleiðslu í fimm ár. Og var það ævinlega áætlun JMS að svo myndi vera. Á þessum fimm árum var í raun ein saga sögð, í yfir eitt hundrað hlutum. Þessi samfella er það sem aðdáendur þáttanna benda fyrst á þegar þeir eru spurðir um af hverju B5 sé svona frábært sjónvarpsefni.

Við fáum að fylgjast með örlögum fjölmargra kynstofna (e. races). Ekki bara manna. Um er að ræða baráttu um framtíð vetrarbrautarinnar og fátt er það sem ekki tekur breytingum eftir því sem á líður, og fæst er það sem það sýnist.

Forgrunnur sögunnar er geimstöðin Babylon, sú fimmta og síðasta sem ber það nafn. Babylon stöðvarnar voru reistar af mannkyninu í kjölfar stríðs við Minbari. Stríði sem mannkynið hefði tapað ef Minbar-arnir hefðu ekki gefist upp á dularfullan máta þegar þeir gerðu árás á Jörðina. Byggð til að gefa kynstofnunum stað til að talast við og semja og er B5 besta von mannkyns um frið.

Í gegnum fyrst “season”-ið komumst við smátt og smátt að því að myrk öfl eru að eflast á ný í vetrarbrautinni. Við fáum að vita hvernig uppgjöf Minbara tengist þessu og af hverju yfirmaður stöðvarinnar getur ekki munað eftir heilum degi frá því að hann var að verja jörðinna gegn árás Minbara.

Þetta er bara upphitun. Á öðru “season”-i kemur nýr yfirmaður til B5, John Sheridan. Stríðshetja úr Earth-Minbari stríðinnu. Kallaður “Starkiller” af Minbörum þar sem hann var eini Earthforce skipherran til að granda einu af móðurskipum Minbari flotans.

Koma hans vekur upp andúð Minbara og er ekki svo fráleit að það sé áætlun stjórnvalda á Jörðu þar sem nú eru herskáir menn að komast til valda.

Ég vil ekki skemma of mikið fyrir þeim sem ekki hafa séð þættina þannig að ég læt mér nægja að segja að ofangreint er bara byrjunin og að eins spennandi og þetta hljómar (og er!) þá er þetta bara blá byrjunin á einhverju mest spennandi “ævintýri” sem komið hefur á skjáin.


Mér langar nú að nota tækifærið og svara nokkrum athugasemdum sem komu upp í svörum við B5:LotR greininni.

cent sagði: "oh shit shadow wars=úff þetta er nú frumlegt, og hvað heitir aðal vondi karlinn…. Shadow Master[.] Babylon þvílikt rugl“

Andsvar: Hefur þú séð þættina? Stríðið kennt við skugganna eru átök um grundvallarþætti tilverunnar. Og í því stríði er fæst sem það sýnist og (EKKI LESA LENGRA EF ÞÚ VILLT EKKI LESA ”SPOILERA“) þeir sem upprunalega voru taldir hvað tryggastir bandamenn reynast í raun fjandmenn. En fremur leiða átökin til þess að borgarstyrjöld brýst út hjá mannkyninu. Ég hef hvergi séð neitt þessu líkt, hefur þú?
Og það er engin ”aðal" vondi kall. Andlit óvinarins birtist í sendimanni þeirra, Mister Morden, sem er leikin af þvílíkri snilld af Ed Wasser að það hálfa væri nóg.