Ég hef verið að kynna mér úrvalið á 32“ Widescreen sjónvörpum hérna á Íslandi. Þó svo sú ”rannsókn“ sé enn í gangi þá er ég búin að skoða nokkur tæki og hér á eftir fylgja helstu upplýsingar um þau.

Endilega sendið inn komment, sér í lagi ef þið hafið persónulega reynslu af einhverju tækjann.

Sony:

Ódýrasta ”alvöru“ 32” WS tækið frá Sony er KV32LS35.
Um er að ræða 50hz tæki með Trinitron myndlampa og Auto Noise Reduction.
Hljóðið er NICAM og Virtual Dolby. Magnarinn er 2x14W + 20W subwoofer.
3x Scart tengi þar af 1 sem ræður við RGB.

Þrátt fyrir 50" myndlampa þá er þetta góður gripur og skilar fínni mynd enda Trinitron.

Þetta tæki má fá á 209.900 hjá Sony setrinu en mig minnir að ég hafi séð það á 199.900 einhversstaðar.

Næsta tæki hjá Sony er KV32FX65 og er það sem ég er spenntastur fyrir.

Myndlampinn er Trinitron en er nú með svokallað Advanced 100Hz Digital Plus sem er extra gott 100Hz kerfi. Auk þessa eru ýmsir fítusar sem eiga að bæta myndgæðin.+

Ólíkt ódýrari útgáfunni þá er þessi ekki með Virtual Dobly og ekkert ‘í staðinn’. NICAM er á sínum stað og magnarinn er nú orðinn 2x20W + 30W subwoofer.

Þá er þetta tæki með betri græjur til að stilla myndina sjálfvirkt eftir hæð og breidd til að nýta plássið sem best.

Og að lokum er gripurinn með 2000 síðna minni fyrir textavarpið.

3x SCART þar af 1x RGB.

Með þessu tæki fylgir skápur undir sem er gott. Skápurinn er hins vegar með glerhurð sem er slæmt og gerir það ólíklegra að ég kaupi það.

Verð hjá Sony setrinu 249.900 kr.

Dýrasti gripurinn hjá Sony er KV32FQ75. Þetta tækir býður upp á allt sem KV32FX65 býður upp á og meira til. Þannig er það 100Hz en tæknin sem þar er notuð nefnist ‘Digital Reality Creation’ og er sérstakt reiknirit notað til að búa til betri mynd úr venjulegu sjónvarpsmerki (loftnet).
Þá bíður tækið upp á allskyns mynd í mynd dæmi og er hægt að horfa á tvær stöðvar í einu (hljóð skiptist á milli hátalara og heyrnartóla).

Dýrt tæki en vandað og klikkar ekki. Opin skápur fylgir. Mun betri en á KV32FX65 tækinu.

Verð hjá Sony setrinu 299.900.

Ég nefni verðin frá Sony setrinu hérna að ofan vegna þess að ég er búinn að kynna mér þau. Eflaust er hægt að fá tækin aðeins ódýrara annars staðar.


Thomson

Thomson er ekki alveg eins flott nafn og Sony en þegar ég fór að grennslast fyrir á netinu gat ég ekki fundið marga sem mæltu gegn því (ég gat reyndir helst ekki fundið neitt um það nema þá helst á frönsku).

Eitt Thomson tæki nær því að vera tekið til greina hér (hægt er að fá ódýrari útgáfur). 32WF45EG.

Um er að ræða 100Hz ‘Extra flat’ skjá.

Hljóðið er Nicam Sterio og Virtual Dolby Surround og magnarinn er 2x20W + 40W subwoofer (betri en hjá Sony).

Tækið er með sjálfvirka myndstillingu fyrir 16/9 til að nýta plássið.

Scart tengin eru 3 og 2 þeirra ráða við RGB (aftur betra en hjá Sony).

Eflaust er þetta ekki alveg eins vandað og Sony tækin en þar sem verðið er aðeins 199.990 (í BT) þá er það að mörgu leiti álitlegur kostur. Reyndar fylgir ekki skápur með.