Ég sendi inn skoðunarkönnun hér fyrir skemmstu þar sem ég spurði fólk hvort þeim þætti mikilvægari hluti hugbúnaðargerðar, greining og hönnun eða útfærsla (forritun).

Meira en <i>helmingur</i> þeirra sem taka afstöðu telja forritunina vera mikilvægari.

Nú er mér spurn: Er þetta fólk sem hefur aldrei unnið við stærra verkefni en svo að einn maður ráði við það (í slíkum verkum gæti það vel haft rétt fyrir sér) og var fólk einfaldlega að miða við slik verkefni.

Ég hef komið að nokkrum hugbúnaðarverkefnum. Bæði stórum og smáum. Og ef það er eitthvað sem hefur farið úrskeiðis þá hefur nánast alltaf verið hægt að rekja það aftur til þess að greining eða hönnun hefur verið áfátt.

Mistök gerð við þarfagreiningu getur hæglega leitt til þess að það þurfi að endurvinna stóra hluta forritins eftir að það hefur farið í fyrstu viðtökuprófanir.

Það er reyndar ansi algengt að illa sé staðið að þessum undirstöðuþætti í hugbúnaðargerð en þegar vel er að honum staðið þá verður forritunin að jafnaði einföld og þægileg viðureignar.

- ibwolf