Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

hvurslags
hvurslags Notandi frá fornöld 38 ára karlmaður
1.926 stig

Re: Um komandi áhugamál...

í Bækur fyrir 23 árum, 11 mánuðum
þetta átti að vera verðandi stjórnandi á tolkien áhugamáli,ekki huga

Re: Afstæðiskenningin

í Vísindi fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Allt í lagi, en þegar sagt er að eitthvað sé afstætt, er þá verið að meina hugtök eins og stærð? Það er hægt að segja að refur sé lítill miðað við mig, en aftur á móti er hægt að segja að refurinn sé stór miðað við maur. Þannig að refurinn er bæði lítill og stór. Er þetta partur af afstæðiskenningunni? Er þetta sú afstæða sem verið er að meina þegar sagt er að eitthvað sé afstætt?

Re: smá svona hugleiðing

í Heimspeki fyrir 23 árum, 11 mánuðum
það er svolítið furðulegt þegar maður fer að hugsa út í það,að maður sé partur af stórri heild, en er ÉG þá heildin? Ég býst ekki við því,það eru margir aðrir sem mynda heildina með mér. En ef ég væri allt í einu ekki í heildinni,myndi hún þá vera sama heildin? Ef heildin væri Valur,allt væri í Val,allir myndu halda með Val, nema einn daginn myndi ég breyta til og halda með KR. Þá er Valur ekki heildin,heldur Valur og KR. Þannig að af þessu flókna bulli má draga þá ályktun að ég er...

Re: Fóstrar Jörðin eina lífið í alheiminum?

í Vísindi fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Smá útúrdúr…

Re: Fóstrar Jörðin eina lífið í alheiminum?

í Vísindi fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Nákvæmlega, mig langar alltaf til að skilja þessa “ofurflóknu” afstæðiskenningu. Það eina sem ég hef lesið um hana var þegar Einstein var að reyna að útskýra fyrir almenningi afstæðiskenninguna. Það var eitthvað á þessa leið: Blindi maðurinn og sá sem sjónna hafði gengu eftir götunni. “Þegar við komum á veitingahúsið þá skulum við fá okkur glas af mjólk.” sagði sá með sjónina. “En hvað er mjólk?” spurði sá blindi. “Mjólk er hvítur drykkur.” svaraði hinn. “Og hvað er hvítt eiginlega?” spurði...

Re: Versta bók sem ég hef lesið

í Bækur fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Eru einhverjar fleiri bækur til eftir þennan höfund? mér þætti gaman að sjá hvort hinar væru eins leiðinlegar. Svo er´ég ekkert að fíla svona bulllist sem virðist hafa verið gerð á sýrutrippi.

Re: TIl þeirra sem trua ekki á geimverur.

í Geimvísindi fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Það eru eiginlega hlægilegar litlar líkur á því að það sé EKKI líf á öðrum plánetum. Þær eru svo margar að mitt litla heilabú ræður ekki við það!

Re: Árnavísur

í Húmor fyrir 23 árum, 11 mánuðum
LOL Þetta er alveg frábært!

Re: Veröld Soffíu

í Heimspeki fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Þessi bók er meistaraverk. ÞAð þarf einfaldlega ekki að segja meira um það. Ekki skrýtið að Jostein Gaarder sem ég held mikið' uppá og er einn af uppáhaldsrithöfundunum mínum hafi fengið alþjóðleg verðlaun fyrir Veröld soffíu,ef þið lítið á heimildaskrána þá er engin smáræðis vinna sem maðurinn hefur lagt í þessa bók.

Re: Shockwave 3D - mun það bylta vefnum?

í Vefsíðugerð fyrir 24 árum
Auðvitað verður þetta vinsælt þegar venjulegar nettengingar verða um 5-10 mb á sek.

Re: Af hverju er lord of the rings ekki í áhugamáli?

í Bækur fyrir 24 árum
Það er einfaldlega þetta “tuð” hérna yfir tolkien áhugamáli því að það er brýn þörf fyrir það. Vefstjórinn hefur ekki svarað neinu í sambandi við þetta.

Re: Kæri Vefstjóri. Um LotR?

í Bækur fyrir 24 árum
Vefstjórinn lætur ekki sjá sig…

Re: Fangelsin

í Stjórnmál fyrir 24 árum
Nákvæmlega.Þetta er eins og með að reyna að skyggja alveg á lampa með a4 blaði,það þýðir ekki að vera langt í burtu með blaðið því þá skyggir maður aðeins á lítinn hluta en ef maður er með blaðið alveg upp að lampanum þá skyggist allt.

Re: Internetbækur, framtíðin?

í Bækur fyrir 24 árum
Sú hugmynd að allir eigi eftir að lesa af tölvuskjá er fáránleg. Auðvitað vilja menn ekki missa fílinginn við að halda á bókinni,finna skrjáfið við að fletta blaðsíðunum og svoleiðis. Þetta verur vonandi hægt með nýju umröðunarbleksbókunum(reyndar verða stafirnir myndaðir með að agnarsmáir reitir verða með anaðhvort kveikt eða slökkt á sér)að það heyrist skrjáf þegar maður flettir síðunni,einnig ætti að vera lítill poki ofan á bókinni sem dælir úr sér ryki þegar hreyft verður við bókinni...

Re: Fangelsin

í Stjórnmál fyrir 24 árum
Já,með fanglelsum er bara verið að hugsa einn leik fram í timann. Það er hægt að kenna fólki að hegða sér vel og brjóta ekki af sér o.s.fr. Þetta er ekki endurhæfing heldur verið að ræna mörgum árum frá manni.

Re: Sigur Rós

í Rokk fyrir 24 árum
Biðin verður erfið eftir næstu plötu þeirra,ég skil hreinlega ekki afhverju,því hún á að koma í byrjun næsta árs og þeir segjast vera búnir að semja öll lögin. Kannski að þeir vilji vanda sig allavega held ég að það megi ekki byggja upp einhverja ótrúega mikla eftirvæntingu sem engin plata getur staðist undi

Re: Amnesiac. Léleg eða frábær?

í Rokk fyrir 24 árum
Kall sem lyftir höndum? allavega sé ég það þannig út

Re: Skjár Einn=Bandaríkin

í Deiglan fyrir 24 árum
Já,það er nokkurskonar þema í öllum íslenskum myndum að allir reyki. Ég held að við séum svona miklir bandaríkjarmenn út af minnimáttarkenndinni,við einfaldlega verðum að hafa einhvern stóra bróður og bandaríkin komu í staðinn fyrir Danmörku þegar hún lét af stjórn okkar.

Re: Bókmenntaþýðingar

í Bækur fyrir 24 árum
Það er einnig mjög mikilvægt fyrir þýðendur að hafa lesið mikið eftir höfundinn sem þeir eru að þýða bækurnar eftir. maður tekur einmitt eftir því að þega maður les óvenju mikið eftir einn ákveðinn höfund þá hugsar maður(hugsiði ekki eins og að þið séuð að tala við sjálfa ykkur?)með þeim orðum og orðalagi sem hann skrifar.

Re: Bókmenntaþýðingar

í Bækur fyrir 24 árum
Hobbitinn er gríðarlega vel þýddur,þýddur af Þorsteini Thorarensen en söngvarnir og vísurnar eru gerðar af Karli Ágústi Úlfsyni og Úlfi Þ. Ragnarssyni sem eru líka góðir þýðendur,sérstaklega Karl sem er frábær textasmiður.

Re: Borgarbókasafnið í Grófinni -

í Bækur fyrir 24 árum
Það var mikið andrúmsloft sem hvíldi yfir gamla staðnum,hann var geysilega flottur,bara ekki fyrir bókasafn. GOtt mál hjá guðjóni í OZ(fyrirgefið ef það er ekki rétt)að gera þetta hús að hugmyndastöð. Hinsvegar ætti að láta alla vitahvernig bókum er raðað þarna,hvort eftir höfundum,nöfnum o.s.fr.,í hvert einasta skipti sem ég hef farið þarna að leita að bók þá hef ég alltaf endað með því að spyrja einhvern sem vinnur þarna.

Re: Ég mæli með....

í Bækur fyrir 24 árum
Það ætti að setja allar bækurnar í eitt stórt bindi. Svo væri þetta líka gríðarlega gott efni í teiknimyndasögu,maður einfaldlega leitar á milli blaðsíðnanna til að sjá hvort það eru ekki fleiri myndir af atburðunum

Re: kaup á lord of the rings

í Bækur fyrir 24 árum
Á netinu sá ég að í máli og menningu kostaði allt hvert bindi fyrir sig 3000 kall,sem gera 9000 í allt,nema einhver afsláttur sé ef maður kaupir allt…

Re: Missti kjarkinn, hvað er til ráða?

í Hestar fyrir 24 árum
Það eru litlar líkur á að þú dettir af baki,en ef það gerist þá eru ennþá minni líkur á að það gerist aftur. Farðu þér bara hægt og í mörgum þrepum,þá sannfæristu fljótt um að þetta sé allt í lagi.SVo er það þannig með flest fólk,að þegar það er komið með ákveðið mikla reynslu þá er það allt í lagi að detta af baki,maður fer þá bara aftur á bak feginn því að vita af þessum möguleika og fyrirbyggja það að þetta gerist ekki aftur.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok