Til hvers eru fangelsin eiginlega hérna? Ég er gjörsamlega á móti þeim.Það eina gagn sem þau gera er að halda föngunum tímabundið frá þjóðfélaginu og þegar þeir losna aftur eru þeir ennþá reiðari gagnvart kerfinu en þeir voru áður.
Þetta eru bara miðaldaaðferðir sem verið er að beita. Þið hljótið að sjá að þarna er aðeins verið að loka augunum fyrir afbrotunum sem gerst hafa til að stigmagna upp þau áhrif sem glæpamaður hefur í sér þegar hann brýtur lög.
Tökum eitt dæmi:(þetta dæmi framfylgir ekki bara þeim rökum sem ég hef lýst hér áður,heldur koma önnur í ljós)
Í tímariti sem kom út hérna fyrir nokkrum árum var tekið viðtal við fyrrverandi fanga sem hafði verið dæmdur í hálft ár vegna skattsvika.Hann lýsti dvölinni hreint ekki vel,sagði m.a. að farið hefði verið með fangana eins og dýr og að fangaverðirnir hefðu fengið alla sína útrás á þeim. SVo kemur annað verra,hann lýsti því að öllum föngunum á ganginum hefði stundum verið komið fyrir í einum stórum klefa þar sem þeir gátu talað saman eins og þeir vildu. Nú,þeir óreyndari í glæpabransanum drukku í sig ráð eldri fangana,þeir yngri voru spurðir hvernig þeir hefðu komist í fangelsið,og öfugt,og svo hefði þeim yngri verið gefin ráð um hvernig betur mætti gera og lýstu þarna góðum innbrotsaðferðum,smyglleiðum,gáfu þeim símanúmer hjá dópsölum og svo framvegis og svo framvegis.
Eiga þetta virkilega að teljast íslensku fangelsin í dag? Að þeim sé þarna misþyrmt,gefin ráð um betri glæpastarfsemi,beint að dópsölum og síðast en ekki síst gert þá reiðari gagnvart kerfinu svo þeir séu margfalt líklegri til að brjóta af sér og þá með betri aðferðum.
Ég held að allur tilgangurinn með fangelsumun sé að hræða fólk. Svo þegar maður les það að þriðjungur afbrotamanna séu í fangelsi vegna dópmála(og athugið það að um 10 hluti alls dóps sem smyglað er inn finnst) og nær allir fangar séu á dópi og brjóta af sér undir áhrifum þess þá dettur manni ekki í hug að mennirnir séu hræddir við fangelsi. Þegar maður er í vímu er maður ekki hræddur við neitt.