Ok, í kjölfar Flash umræðunnar langaði mig að varpa fram annarri spurningu sem varðar Shockwave 3D tæknina sem Macromedia er búið að þróa ásamt Intel og í samvinnu við helstu framleiðendur þrívíddarforritanna á markaðnum. Fyrst allir eru svona and#?$&% krítískir á Flashið, hvað haldið þið þá um “streymandi gagnvirkar þrívíðar vefsíður”? Það má taka fram að til að skoða .w3d skrár verður að hafa Shockmachine 8.5 og mig minnir að hún sé um 1.5MB í hleðslu - töluvert stærra “plug-in” en Flash spilarinn.

Haldið þið að gamli Oz-draumurinn (sem var jú gerður að Coke-draumnum) um þrívíddarvefsvæði sé loksins að rætast? Eða verður þetta bóla sem líður hjá, líkt og sumir vilja halda um Flashið? Eða mun þetta koma til með að aukast seinna meir, markaðurinn sé bara ekki tilbúinn strax?

Bara spyr…

cheers!

hms