Sælir hugarar.

Vitið þið hvort að það séu í gangi einhver námskeið fyrir fólk sem hefur misst kjarkinn?
Í mínu tilfelli var ég búin að vera í sveit í mörg sumur og var farin að temja, ss. orðin ansi brött og fann aldrei til ótta á hestbaki. En svo datt ég mjög illa af baki og slasaðist, og síðan þá hef ég reynt að fara á hestbak en ég er hreint og beint í panici :/ Með rosalegann hjartslátt og líður illa.
Mig langar að komast yfir þetta, því að mér finnst mjög gaman að öllu sem snýr að hestamennsku.
Ég tek fram að þessi ótti lætur bara á sér kræla þegar að ég er komin á bak, ég get alveg umgengist þá á eðlilegann hátt.
Ég á ekki hesta, en á gott með að komast hjá frændfólki.
Takk takk
Zallý
———————————————–