Amnesiac. Léleg eða frábær? Eins og margir vita þá kom Amnesiac, nýja plata Radiohead,
út 4.júní.
Mér persónulega finnst þetta algjör snilldarplata. Hún er
eitthvað svo hlý og það er erfitt að fá leið á henni.
Pyramid Song, sem var frekar mikið nauðgað í útvarpinu, er
nú eitt flottasta verk þeirra að mínu mati. Mér finnst það
flokkast undir snilldarlögun Street Spirit, How To Disappear
Completely og Exit Music.

You And Whose Army? og Life In A Glass House finnst mér
ein bestu lög plötunnar. Loksins finnst mér “nýi” stíllinn þeirra
fara að “meika sense”.

Eitt það mesta sem heillar mig í sambandi við Radiohead er
auðvitað rödd Thom Yorke's og svo elska ég fjölbreytni.
Líf mitt er ekkert skemmtilegt án fjölbreytni, þess vegna
“elska” ég tónlist þeirra.

En nóg um þetta.

Hvað finnst ykkur um nýju plötuna?
Endilega segið einnig skoðanir ykkar á mínu máli.