Internetbækur, framtíðin? Eru svokallaðar "Internetbækur framtíðin? Geta þær einhverntíman tekið yfir gömlu góðu blöðin?
Ég mundi til dæmis aldrei nenna að lesa bók af tölvu, allavegna ekki eins og þær eru í dag. En það mundi hjálpa umhverfinu mikið, þyrfti ekki að höggva öll þessi tré til að gefa þetta út.
Annar kostur er sá að það mundi kosta þann sem kaupir þær miklu minni peninga, þar sem ekki þarf prentvélar og blöð, meðtalið vinnu fullt af manns.
En hvert fer þá allur glamúrinn af bókunum, ef þetta fer bara í tölvurnar eins og svo margt annað.
Ég segi fyrir sjálfa mig að ég vil halda þeim eins og þær eru.
Just ask yourself: WWCD!