Jamm, þetta er mitt áhugasvið, þýðingar. Ég var í HÍ í vetur og
tók þessa þrjá (of fáir!) þýðingaáfanga sem voru í boði og mig
langar að verða þýðandi í framtíðinni.

En semsagt, margir virðast haldnir þeim misskilningi að það
sé ekkert mál að þýða frá einu tungumáli yfir í annað (ég hélt
það líka fyrst en svo sá ég ljósið :)). Kannski þarf ekki nema
orðabók og samheitaorðabók svona til að hafa góðan
orðaforða. Þetta er mesti misskilningur.

Ef möguleiki er á, er allra best að lesa bækur á frummálinu,
þ.e. á því máli sem höfundurinn skrifaði þær. Þannig eru þær
alveg “ómengaðar”. Þegar bækur eru þýddar á annað
tungumál, breytist alltaf eitthvað í þeim, það er bara
óhjákvæmilegt, sama hve góður þýðandinn er.
Margir þýðendur breyta myndhverfingum, sleppa mörgum
þeirra eða bæta við, breyta setningaröð og bæta jafnvel eigin
orðum í verkið! Margir höfundar hafa orðið illa fyrir barðinu á
slæmum þýðingum og má þ.á.m. nefna Milan Kundera. Bók
hans “The Joke” var svo illa þýdd á eitthvert evrópskt
tungumál-man ekki hvaða- (mörgum blaðsíðum í bókinni var
hreinlega sleppt!) að hann ákvað að fara að hafa yfirumsjón
með þýðingum á bókunum sínum sjálfur og passa upp gæði
þeirra.

Sumir þýðendur hafa að auki litla tilfinningu fyrir svokölluðu
“stílbragði” höfundarins (hver höfundur hefur sinn stíl) og
sleppa jafnvel mörgum atriðum sem höfundinum hefur
fundist nauðsynleg og eru kannski einkennandi fyrir hann.

Slæmar þýðingar geta eyðilagt hinar bestu bækur. Langflestir,
ef ekki allir þýðendur hér á landi hafa aldrei lært þýðingar í
sjálfu sér, nema þá af reynslunni. Í staðinn hafa þeir aðra
háskólamenntun s.s. gráðu í tungumálum. Ég hef svo sem
ekkert að kvarta yfir bókmenntaþýðingum hér á landi, frekar að
bíómyndirnar séu (hrikalega) illa þýddar. Endilega pælið í
þessu næst þegar þið lesið einhverja erlenda bók og náið
ykkur kannski í frummálsútgáfuna til að bera saman. Það er
oft ansi sláandi hve þýðingarnar eru ólíkar upphaflegu
bókinni.

Í öðrum löndum bjóða margir háskólar upp á þýðinganám og
þar eru kröfur til þýðenda oft mikið strangari. Ég er
feikiánægð með að Háskóli Íslands ætli að bjóða upp á M.A.
nám í þýðingum næsta haust og ég held að það eigi eftir að
breyta þó nokkru hvað gæði þýðinga varðar.
refu
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil