Hér eru vísur um Árna Johnsen, þetta er fengið af Tilveran.is.

Ýmsu breytir öldin ný.
Er mig kanski að dreyma?
Nú er kominn kantsteinn í
kartöflugarðinn heima.

Hjálmar Freysteinsson

Lygum greindi fólki frá
fantur meina grófi
Fáir leyna andstyggð á
Árna steinaþjófi.

Gísli Ásgeirsson

Árni lokaleikinn vann
á lífsins peyjamóti:
Úr formennskunni fer nú hann
með fulla vasa af grjóti.

Þórarinn Eldjárn

Árni Johnsen eins og vant
ýmsan hneykslar sveininn,
er við flesta upp á kant
og ætti að fara í steininn.

Jón Ingvar Jónsson

Árni liðugt langa fingur
lætur renna um fé og glingur
hverskyns - nema hvað.
Ef hann bara ekki syngur
er mér sama um það.

Jón Ingvar Jónsson

- Pixie

P.S. Ekkert copy/paste væl plz!