Ég hef undanfarið verið að hamra á því við aðra kattareigendur að sjá til þess að kettirnir þeirra fái almennilegan kattarmat. Ég hef séð allt of marga ketti sem ég vil kalla Whiskas ketti. Einkenni þeirra er mattur feldur, hárlos, rauðir gómar og að þeir fá í magann.

Ástæða þessara einkenna er einfaldlega sú að kattarmatur sem fæst í búðum (og þar er Whiskas vinsælastur og auglýstur mest) uppfyllir ekki næringarþörf katta. Þetta hef ég heyrt marga dýralækna segja og hef líka persónulega reynslu, þar sem ég tók að mér kött sem hafði bara fengið Whiskas. Feldurinn hennar var mjög mattur, hún fór mikið úr hárum og var svona einhvernveginn ekki eins og hún átti að vera. Maður sá mun á henni eftir eina viku. Hún fékk glansandi feld, hárlosið minnkaði, augun fóru að skína og maginn minnkaði.

Maður hefði haldið að góður kattarmatur væri mikið dýrari en í dag keypti ég tvo poka af kattarmat (Solid Gold, fæst hjá Helgu Finns) og þeir kostuðu 2390 kr og eru samtals 3.7 kg. Ég er með 3 ketti, þar af einn kettling sem þurfa mikið fóður. Þessir tveir pokar endast í rúmlega mánuð, ég myndi segja svona 35 daga fyrir þessa 3 ketti.
2390 deilt með 35 daga eru 68.3 kr. á dag fyrir 3 ketti
eða 23 kr. á dag pr. kött eða 690 kr. pr. 30 daga pr. kött

Hvað kostar svo dósin af Whiskas?