Búið og gert Sælhuguð ;)

Þið sem lásuð greinina um Flösu vita að feldurinn á honum Míó mínum hefur verið með flösu og óhreinindi. Í dag fór ég í dýrabúðina á móti kringlunni og keypti það sem á að gera kisann minn fallegann og fínann. Við spurðum hvað hentaði honum sem mat og konan benti okkur á Iams kattamat sem er fyrir 1árs og eldri en Míó verður 1árs eftir ca. mánuð. Okkur vantað líka kattasand en hún sagði okkur frá þessum EverClean sem er víst góður.Icecat skrifaði einmitt grein fyrir stuttu um hversu góður hann væri.
Við höfum aldrei baðað hann með neinni dýrasápu þannig við keyptum dýrasjampó sem heitir BIO-GROOM Protein Lanolin. Ég prufukeyrði þetta nú áðan, sumum líkar sko ekki við vatnið og urðu alveg ga ga!
En sjampóið þreif hann allann og hann lyktar mjög vel núna. Ég er ekki enn búin að gefa honum Iams fóðrið þar sem hitt er ekki búið en verður það nú sennilega í bráð þar sem einhver köttur heimsókti hann Míó meðan hann svaf og át allann matinn hans! (nema það sem var í pokanum náttúrulega)
Ég vona að þetta eigi eftir að halda feldinum hans hreinum og fínum. Búðarkonan sagði okkur að maður mætti baða ketti einu sinni í mánuði með svona sápu. Ég ætla nú kannski ekki alveg að gera það en allaveganna einhvað. Þetta var nú ansi dýrt, 4000 og eitthvað krónur en eins og þeir segja, fegurðin er sársaukafull ;)

Kveðja,
Helga