Mér áskortnaðist lítill svartur kettlingur fyrir um 3 mánuðum síðan og hann er algjör perla, augasteinninn minn jafnvel. Ég hef aldrei átt kött áður svo ég hef ekki hugmynd um hvert ég á að snúa mér í sambandi við þetta vandamál mitt og hans Lego. Hann á það til að sjúga alla þá beru húð sem hann kemst í, hvort sem það er eyrnasnepillinn á einhverjum eða handabak. Hann lygnir aftur augunum og færir svo loppurnar fram og aftur eins og þeir gera víst þegar þeir eru að drekka hjá mömmu sinni. Ég vil ekkert gera til að særa eða hræða kettlinginn minn frá mér en þetta gengur ekki mikið lengur. Ég verð að viðurkenna að mér þykir þetta svoldið vandræðalegt og hálf ickí :)

Svo þá held ég að hann sé að verða alltof feitur. Á maður ekki að hafa alltaf nóg mat handa þeim þegar þeir eru litlir? Geta þeir ekki stjórnað matarvenjum sínum sjálfir eða þarf ég að fara að taka Lego með mér í ræktina?