Hæ allir kattarhugarar

Ég veit að þetta er eiginlega auglýsing fyrir þjónustu, en ég hef tekið ákvörðun að taka ketti í pössun fyrir borgun. Ég hef hugsað mér að taka 350 kr. á dag fyrir pössun, og fyrir lengri tíma en einn mánuð þá er hægt að semja um verð, einnig ef kettirnir eru fleiri en einn. Ég held að ég sé ekkert að okra því Kattholt tekur 700 kr fyrir kött og sólarhring.

Ég vil ekki taka í pössun ógelda högna eða læður með mjög litla kettlinga, ógeldar læður á pillunni hef ég hugsað mér að leyfa.

Ég er með mjög góða aðstöðu. Ég á sjálf 5 ketti og er með 2 í pössun, bý í stóru einbýlishúsi sem er mjög kattarvænt. Það eru kattarbæli út um allt, og bitar í loftinu fyrir ketti að klifra í. Ég fóðra kettina með Solid Gold sem er að líkindum eitt besta kattarfóður á landinu, ég nota Cats Best kattarsand sem er lyktarlaus og ég hreinsa úr honum daglega.

Ég get tekið að mér inniketti og útiketti. Er sjálf með 5 inniketti þannig að það er ekki hætta að þeir komist út. Ef ég tæki að mér útiketti myndi ég hafa þá inni í minnst 5 daga áður en ég hleypti þeim út. Ég er með stóran garð og það er 35 km hámarkshraði í götunni. Bak við húsið eru hús með engri umferð, og fyrir framan húsið er gata og síðan sjóvarnargarður þar sem kettirnir geta komist niður í fjöru, þar sem er mikið um fugla og mýs.

Kettirnir verða helst að vera bólusettir og ormahreinsaðir. Það á að borga fyrirfram fyrir kettina. Þar sem ég er með aðra ketti þá má búast við einhverju hvæsi fyrstu dagana, en ég er með herbergi þar sem ég get haft þá fyrst um sinn þangað til þeir eru búnir að jafna sig. Annars er ég ekki með miklar áhyggjur af því, kettirnir mínir eru svo vanir að hafa ókunnuga ketti í kringum sig þannig að þeir hafa ekki einu sinni fyrir því að hvæsa á þá.

Hægt er að hafa samband fyrir kl 22 á kvöldin í símum 551 7576 og 865 3666. Takið eftir að ég bý á Eyrarbakka, en það er eftir samkomulagi hvort ég sæki köttinn eða eigendur komi með hann.

Kær kveðja

Heiðrún