Honda, Yamaha, Suzuki, Kawasaki og KTM eru allt mjög góð hjól. Þetta er nú eiginlega meira spurning um smekk hvers og eins, og hvernig viðkomandi passar á hjólið, þau geta nefnilega verið mjög mismunandi að sitja á. Einnig er annað sem háir þessu soldið hér á landi og það eru umboðin, þeir sem ekki hafa tök á að panta sjálfir varahluti að utan eru náttúrulega mjög háðir þeim. Svo hafa líka verðlistarnir hjá sumum umboðum verið soldið ævintýralegir ásamt biðtímanum eftir hlutunum. Þú ættir að...