Í kvöldfréttunum rúv, þann 23. jan. var sagt frá skýrslu norsku flugslysanefndarinnar, um flugatvik flugleiðaþotu, við Gardemoenflugvöll. Eins og fréttin er sett upp, þá finnst mér skýrslan vera mikill áfellisdómur, sérstaklega yfir viðkomandi áhöfn.
Þar sem ég er ekki menntaður flugmaður, en hef reynt að fylgjast aðeins með flugi, langar mig að spyrja ykkur flugmenn,í framhaldi af þessari frétt.
1.) Fer sjálfstýring ekki af, er ekki rofi í stýri sem tekur sjálfstýringu af, þegar flugmaður fer að stýra vél handvirkt. Það er reynir sjálfstýring að vinna á móti flugmanni, nema hann slökkvi á henni með takka í mælaborði?
2.) Er eðlilegt að flugmenn á farþegaþotu, geri þau mistök að vélin fari næstum í ofris (eins og mér skilst að hafi gerst þarna),og til að bjarga því dembi þeir vélinni svo bratt niður að það liggi við að þeir geti ekki náð henni upp, og vélin verði fyrir mun meira álagi en hún er hönnuð fyrir?
3.) Svo kemur eiginlega stærsta spurningin. Hefðu viðkomandi flugmenn ekki strax eftir lendingu, átt að tilkynna um atvikið, og senda flugvélina í skoðun. Fynnur vanur flugmaður ekki strax ef álag á vélina er óeðlilega mikið?
Vonandi getiði svarað þessum spurningum faglega.
Kveðja habe.