Nú var ég að koma af ballinu eftir söngvakeppni MR, og þá gerðist einu sinni sem oftar að ráðist var á tvo bekkjarfélaga mína af hópi aumingja, alveg án tilefnis. Rétt fyrir utan ballið, á einhverjum örfáum mínútum sem þeir voru úr augsýn vina sinna. Þetta gerist sí oftar í íslensku djamm, samfélagi.

Hvurs lags helvítis aumingjaþjóð erum við að verða, ef það er viðurkennt alþýðusport að fara niður í bæ að lemja fólk um helgar og á menntaskólaböllum? Og nú er ég ekki einu sinni að tala um venjuleg slagsmál, heldur hóp-barsmíðar, þar sem 5-12 manna vinahópur fer niður í bæ, eða á ball, og finnur einhvern einn eða tvo sem eru eitthvað útundan (og helst vel ölvaðir), og bara lemur þá í hönk. Þetta er alveg fáránlegt. Og við hin erum jafnvel farin að láta eins og þetta sé bara eðlilegt, og getum helst ekki farið á djammið nema í hópum.

p.s. ef einhver sem fylgist með Huga stundar svona aumingjaskap, þá ætla ég að ráðleggja viðkomandi að hugsa sinn gang vandlega.
Betur sjá augu en eyru