Mig langaði að deila svolitlu með ykkur því ég er sjálf alveg orðlaus.

Málið er það að mamma hringdi í mig á aðfangadag alveg niðurbrotin. Ég spurði hvað væri að, en í fyrstu vildi hún ekkert vera að tala um það. Loks fæ ég það uppúr henni að hún og barnsfaðir hennar væru að skilja.

Þá hafði hann sagt við hana að hann elskaði hana ekki lengur og vildi skilja, Á AÐFANGADAG!!

Gat hann ekki valið aðeins betri dag fyrir svona tíðindi??? Auðvitað eyðilagði þetta jólin fyrir öllum í fjölskyldunni, ekki bara þeim heldur börnunum líka. Þau fundu auðvitað kuldann og spennuna í andrúmsloftinu á aðfangadagskvöld og næstu daga.

Þau neyddust til að vera saman yfir jólin barnanna vegna, sem eðlilegt var, en gat maðurinn ekki bara til að byrja með, beðið með þetta fram yfir jólin?

Mamma er búin að vera í rusli og börnin búin að vera erfið og haga sér illa. Nú er pabbinn farinn af heimilinu og þau eru að vinna í því að flytja til vinkonu mömmu. Ég bauð mömmu að koma með börnin og vera hjá mér og kærastanum yfir jólin, en plássið er svo takmarkað að hún fór frekar til vinkonunnar.
Maður er búinn að vera að rembast við að gera allt sem maður getur fyrir hana, koma sem oftast í heimsókn og svona.

Ég get bara ekki ímyndað mér hvernig henni líður núna, mig langar helst að skjóta þennan mannfjanda í hausinn (afsakið orðbragðið), en hann er nú ennþá faðir systkina minna svo maður reynir að vera almennilegur við hann.


Hvað finnst ykkur um þetta? Er þetta ekki bara einn mesti asni sem um getur?