Sem kvenmaður þá áttu ekki að vera neitt af því sem þú sagðist vera. Þú átt alltaf að vera grönn, alltaf nýþvegin og greidd, alltaf snyrtileg til fara, alltaf tilbúin að þjóna þínum manni sem þú átt að sjálfsögðu að eiga, aldrei að detta úr formi hvort sem þú ert eða varst ólétt eða ekki, aldrei að blóta, prumpa, kúka, ropa eða hiksta og aldrei að andmæla karlmanni. Ekki nei?