Hvað er virkt lýðræði ?
Í minum huga er það áhrif fólksins á það atriði að vera þáttakendur í stefnumótun um þann ramma er mótar líf og lífsgæði,
frá vöggu til grafar.

Ramma sem hefst í raun í frumbernsku, þar sem mótun siðgæðis fyrir lífstíð verður til og allt of lítið hefur verið horft á varðandi forvarnaraðgerðir hvers konar þótt rannsóknir hafi staðfest það að foreldrar eru lykill af tilfinningalegu atlæti barna sinna.

Það sem mér finnst æ meira vandamál nú um stundir en verið hefur er ekki hvað síst sú almenna krafa að stofnanir taki að sér hluta af uppeldishlutverki foreldra árið um kring, í stað þess að þjóðfélagið stuðli betur að þvi að foreldrar geti verið með börnum sínum gegnum frumbernskuskeið, þar sem siðgæðismótun á sér stað í stað þess að takast síðar á við allra handa vandamál sem fyrr og síðar munu skrifast á ónóga þáttöku og vitund foreldra um þau tilfinningalegu tengsl sem börn þarfnast á því æviskeiði sem inniheldur fyrstu þrjú árin a.m.k..

Sérmenntaðir uppeldisstarfsmenn koma aldrei í stað foreldra, nákvæmlega sama nafni sem þeir hinir sömu kunnu að nefnast,
né heldur hvað svo sem þeir hinir sömu hafa mikla menntun að baki.

Því miður eru foreldrar ungra barna að vissu leyti þrælar á vinnumarkaði við það að eignast þak yfir höfuðið, eða á sama tíma að mennta sig, til þess að reyna að fá hærri laun svo hægt sé að kaupa þak yfir höfuðið og auka lífsgæði.

Lífsgæðastaðall hinna fullorðnu tekur hins vegar of lítið mið af áðurnefndum þörfum barnanna, því alls konar tískudrasl, eins og tölvuleikir kemur ALDREI í stað tíma sem varið er með börnunum heima, sem aftur skilar sér í uppbyggingu fleiri einstaklinga sem eru tilfinningalega sjálfstæðir, fyrir þann kærleika er foreldrar setja í tilfinningasjóð barna sinna til framtíðar með þvi að vera til staðar heima.

Í upphafi skal endirinn skoða og ef við viljum virkilega byggja upp heilbrigt þjóðfélag þá þarf að byrja á því að byggja grunninn því hann er erfitt að smíða seinna og þar gegna foreldrarnir lykilhlutverki.

Þetta stóra atriði hefur mér löngum verið hugleikið og því ræði ég það hér nú, því sem flestir foreldrar ættu að mínu mati að leggja á sig allt að því örbirgð varðandi það að vera með börnum sínum fyrstu árin HEIMA.
Það skilar þjóðfélaginu til baka, tilfinningalega sjálfstæðum einstaklingum sem vita hvað þeir vilja og þora og geta gert grein fyrir skoðunum sínum um sitt líf ,valið og hafnað, vegna þess að siðgæðismótun
er mörkuð af hálfu þeirra sem eru tilfinningalegir leirgerðarmenn í þessu efni, þ.e. foreldrar.

með góðri kveðju.
gmaria.