Fáum grunar fyrsta tilgang gerðar champ.manager. Hann var búin til til að fræða fólk um knattspyrnuna og mest allt sem tengdist henni en auðvitað líka til skemmtunar, því hver myndi nenna að lesa dauðleiðinlegan texta um uppstillingar, leikmannakaup, og þróun knattspyrnunnar án þess að hafa smá upplyftingu og spennu þó frekar litla. Þið getið rétt ýmindað ykkur hvernig fólk tók þessu fyrst en með tímanum varð þetta sem, ekki einn einasti maður gæti ímyndað sér einn skemmtilegasti og vinsælasti leikur frá upphafi (aðeins ýkt en hvað með það mér finnst eiginlega engin leikur toppa champ.manager). Og nú í dag fá krakkar sem og fullorðnir ekki leið á þessum skemmtilega leik. Ég verð nú að viðurkenna að þegar maður hugsar um þennan leik þá svona myndi maður vera spenntari fyrir því að fara í einhvern diablo eða einhvern svoleiðis leik heldur en að keppa úrslitaleik við Arsenal í champ.manager með blikkandi texta, en þegar maður prófar leikinn þé kemst maður í svo mikinn ham, manni er allveg sama þó nokkrir takkar fjúki þegar að maður neglir hendinni í lyklaborðið þegar maður kemst undir í sama hvaða leik. Svona hefur fræðsluleik verið breytt yfir í einn skemmtilegasta leik allra tíma P.S.Ég myndi ekki kvarta þótt skólabókækurnar myndu enda á sama hátt