Mozilla 1.0 gefinn út. Nú loks eftir fjögur ár hefur Mozilla 1.0 verið opinberlega gefinn út.

Mozilla samanstendur af vafranum sjálfum, póst forriti og fréttalesara, irc forriti og composer forrit til að gera vefsíður. Auk þess er vafrinn fullur af allskonar skemmtilegu dóti eins og pop-up blocki og tabs þar sem hægt er að opna margar síður inni í einum glugga (líkt og í Opera).
Mozilla kom fyrst á sjónarsviðið 1998 þegar Netscape gaf út kóðan af Netscape Communicator. Þetta nýttu Netscape sér svo síðar með 6.x útgáfunum sem byggðar eru á (eldri) Mozilla kóða og nú aftur með útgáfu 7 sem byggður verður á Mozilla 1.0.
Við þróun Mozilla er lögð mikil áhersla á flytjanleika forritsins milli stýrikerfa (og því er hann til á öllum helstu stýrikerfum) og einnig að reyna sem mest að styðjast við viðurkennda staðla (hver kannast ekki við að á vefsíðu stendur “This Page is best viewed with Internet Explorer 4 or greater”)
Ástæðan fyrir því að ég nota Mozilla frekar en aðra vafra er að hann birtir síður mjög hratt og vel (betur en Opera), hefur tabs og er mjög stöðugur og frýs nánast aldrei.
Endilega náið ykkur í eintak hér á huga: http://static.hugi.is/forrit/mozilla/1.0/ (Windows notendur sem vita ekki hvaða skrá skal velja, takið mozilla-win32-1.0-installer.exe). Svo er Mozilla líka með stuðning fyrir themes og hægt að ná í þau hér: http://mozilla.deskmod.com/?show=showcat&cat_name=mozilla (ég mæli með Pinball theme-inu)

Prófið og finnið muninn!