Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

fooker
fooker Notandi frá fornöld 46 ára karlmaður
208 stig

Re: Notaður Bassi til sölu, Ódýr

í Hljóðfæri fyrir 13 árum, 5 mánuðum
hvernig er hann á litinn? er hægt að koma að prófa? frekar heitur, væri frábært að fá mynd. getur líka haft beint samband, gylfiblondal(at)gmail.com

Re: óska eftir iPodi

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 11 mánuðum
jejeje, afhverju kemuru ekki með pirringinn þinn hingað “and i´ll set you straight”… sendu mér póst og við hittumst bakvið íþróttahúsið á miðnætti, berir að ofan. capíss?

Re: Fullt af kimono tónleikum um jólin

í Íslensk Tónlist fyrir 19 árum, 3 mánuðum
20-23 að því ég best veit.

Re: Fullt af kimono tónleikum um jólin

í Íslensk Tónlist fyrir 19 árum, 4 mánuðum
hvar úti á landi býrð þú? við erum að skipuleggja reisu um landið og viljum umfram allt ekki að þú missir af því.

Re: 10. áhrifamestu Íslensku hljómsveitirnar.

í Íslensk Tónlist fyrir 19 árum, 5 mánuðum
yo, í fyrsta lagi, með utangarðsmenn, mig grunar að þeir sem þetta rita hafa ekki verið fæddir þegar utangarðsmenn umbyltu íslenskri rokksögu. lesið sögubækurnar ykkar. annað, hefur einhver heyrt nýja maus-lagið? óneitanlega kimono-áhrif þar á ferð??? eða hvað?

Re: Hvað er að gerast í raftónlist á menningarnótt

í Raftónlist fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Anonymous bakk við skífuna kl:10:00 electronica og svo út í hip hop

Re: Vantar ykkur æfingahúsnæði?

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 9 mánuðum
til að útskýra betur hvað þetta húsnæði snýst um, sem og hvað þið eruð að fá fyrir 25þús á mánuði læt ég þetta upp. enn og aftur mæli ég með því að fólk sem hefur áhuga hringi í okkur og komi að skoða. í því felst engin skuldbinding en með því fáið þið skýrari mynd af því hvernig hlutirnir virka. allir sem eru að æfa hér eru mjög ánægðir. ef þið þekkið einhvern, spyrjið hann. ég heiti gylfi og er með síma 824.3002 Félag um Tónlistarþróunarmiðstöð - Afnotagjöld Afnotagjöldin eru þau gjöld sem...

Re: 27, kimono, future future & lights on the highway.

í Rokk fyrir 19 árum, 10 mánuðum
ætli staður og stund hafi ekki átt að standa þarna líka? de palace, þriðjudagurinn 15. júní… kostar eitthvað og byrjar einhvertímann… ?? www.mineur-aggressif.com

Re: Fugazi

í Rokk fyrir 20 árum, 1 mánuði
góð grein, garsil. ég er nú reyndar ekki sammála þér með að End Hits sé þeirra slakasta plata, en sitt sýnist hverjum. þess má til gamans (eða ógamans) geta að fugazi eru komnir í pásu, sennilega í ár eða lengur (vonandi ekki mikið lengur). þó væri gaman að sjá þá aftur á klakanum þegar þeir ákveða að dusta rykið að hljóðfærunum, enda ein allra sterkasta tónleikasveit sem ég hef séð.

Re: manicstreetpreachers.net

í Rokk fyrir 20 árum, 2 mánuðum
mjög líklegast ungur maður að nafni hreiðar smári grétarsson. þú yrðir að fara í símaskrá ef þú vilt finna hann, held hann búi í breiðholti.

Re: Umhirða lampamagnara...

í Hljóðfæri fyrir 20 árum, 3 mánuðum
snilld. maður dagsins hjá mér. meira af þessu! húrra! www.mineur-aggressif.com

Re: Hmm?

í Músík almennt fyrir 20 árum, 3 mánuðum
aukin niðurhlöðun fólks á tónlist á netinu er svar fjöldans við óhóflegri álagningu plötufyrirtækja á geisladiskum. magnús kjartansson ætti að vera beita sér fyrir því að ríkið lækki virðisaukaskatt á íslenskum geisladiskum en ekki að vera að stofna til leiðinda við almúgann í landinu í nafni okkar félagsmanna í stef. það væri gaman að spyrja magnús hvar peningarnir úr svokölluðum kassettusjóði eru, og hvernig ég get fengið úthlutað úr honum. það mætti líka spyrja að tilganginum í því að...

Re: Converge á íslandi 14.janúar 2004

í Rokk fyrir 20 árum, 3 mánuðum
merkilegt hvað fólk nennir að tjá sig um hluti sem það hefur ekki áhuga á. það er ekki skyldumæting á þessa tónleika og þeir sem fýla ekki þessa hljómsveit ættu bara að finna sér eitthvað annað að gera. ekki heng ég inn á “popptónlist” og læt í svörtum fötum fara í taugarnar á mér. æi, hvað fólk er alltaf neikvætt..

Re: Muse tónleikarnir, hvað var þetta eiginlega

í Músík almennt fyrir 20 árum, 4 mánuðum
muse komu ekki með þetta kerfi, heldur er það leigt frá Exton, sem sérhæfir sig í lausnum fyrir tónleikahald. það eru til ótal margar sögur af klúðri hjá þeim varðandi svona hluti, en þó er rétt að geta þess að höllin er afar þungt hús í sándi vegna stærðar, breiddar og asnalegra hlutfalla. á vissan hátt mætti skrifa þetta á húsið og sýnir okkur enn og aftur að það vantar almennilegt tónleikahús í reykjavík. til er maður sem heitir marteinn, hann á og rekur MP sound og hefur alla burði og...

Re: Bassaleikari BoB látinn fara

í Rokk fyrir 20 árum, 4 mánuðum
þetta er snilld, drama í beinni. ég ætla að slökkva á leiðarljósi…

Re: Elliott Smith latinn

í Rokk fyrir 20 árum, 5 mánuðum
elliott smith var snillingur, það vita allir sem eitthvað hafa kynnt sér tónlist hans. hér eru áhugaverðir tenglar viðtal sem tekið var við hann stuttu fyrir andlátið. þar koma fram ansi margar vísbendingar um “heilsu” hans og fleira. erfið og dramatísk lesning. http://www.undertheradarmag.com/es.html official heimasíða hans http://www.sweetadeline.net/

Re: Airwaves 2003

í Rokk fyrir 20 árum, 5 mánuðum
airwaves í ár var snilld. það sem mér þótti standa uppúr voru íslensku böndin, en þau áttu flest afar góða spretti. þá er ég að tala um bönd eins og Vínyl, Leaves, Singapore Sling, Mugison, Trabant osfrv. staðreyndin er sú að íslensk tónlist er bara betri!

Re: Leaves

í Rokk fyrir 20 árum, 6 mánuðum
bjarni er hættur og í hans stað kom nói, oft kenndur við náttfara, á trommurnar. andri, einnig kenndur við náttfara, kom svo aftur í bandið til að spila á hljómborð og, einstaka sinnum á gítar. andri var áður í leaves en hætti.. svo er hann bara byrjaður aftur.

Re: Palindrome

í Rokk fyrir 20 árum, 6 mánuðum
aah, gaman að fá grein um eitthvað annað en ævisögu metallica eða þvíumlíkt. meira af þessu.

Re: Best of Suede/Attitude

í Rokk fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Suede gæti alveg komið aftur og hrist upp í okkur. þetta var massa band á fyrstu 2-3 plötunum og það er margt sem bendir til að þeir gætu komið sér almennilega á kortið aftur. fín grein.

Re: Stórtónleikar Bang Gang

í Músík almennt fyrir 20 árum, 7 mánuðum
ha, koma rolling stones? en gaman

Re: Tónleikar: The Album Leaf

í Rokk fyrir 20 árum, 7 mánuðum
snilld, árni viðar does it again. ekki dauður úr öllum æðum þó að greni hans sé minningin ein. www.mineur-aggressif.com

Re: Styrktartónleikar á NASA.....

í Músík almennt fyrir 20 árum, 8 mánuðum
það að vertíðarhljómsveitir séu að slá upp einhverju band-aid bulli fyrir gamla rútu er mesta kjaftæði sem ég hef heyrt!!! er þetta ekki grín?? það er æðislegt að þessi bönd hafi taugar til einhvers ryðkláfs. flott fyrir þau, en það vita allir að þessi bransi er gróðasamur og ef þetta er svona sorglegt afhverju splæsa ekki stuðmenn og allir hinir ekki bara í nýja rútu?? að reka hljómsveitarrútu á íslandi er bisness og kemur okkur nákvæmnlega ekkert við. hvað segið þið um þetta; ég er...

Re: kimono

í Rokk fyrir 20 árum, 8 mánuðum
kimono spiluðu ekki á því ágæta giggi, og stóð það aldrei til. kimono elska pönkið samt sem áður og það er enginn sem segir að einhverjar ákveðnar stefnur (stefnur eru fyrir stjórnmálaflokka, ekki hljómsveitir) geti ekki átt saman á tónleikum. ekki satt?

Re: Stór spurning...hehe

í Rokk fyrir 20 árum, 9 mánuðum
ólýginn sagði mér að bandaríska hljómsveitin My Morning Jacket kæmi með þeim, en það væri hvalreki fyrir íslendinga, enda afar áhugavert band frá Louisville, Kentucky. ég myndi næstum borga minn inn á þennan viðbjóð fyrir MMJ…
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok