Converge á íslandi 14.janúar 2004 Já það er rétt þessir meistarar eru að fara að spila í Iðnó næstkomandi miðvikudag (14.janúar) I adapt og Kimono hita upp og er miðaverðið einungis 1200 krónur. Fréttir herma að fjöldi fólks á erfitt með svefn vegna tilhlökkunar og ég er ekki að grínast því ég er ein þeirra sem að þjáist af þessum svefntruflunum. Grínlaust þá eru þetta líklegast tónleikar ársins og ég hvet ykkur eindregið að tjekka á þessu bandi. www.convergecult.com eða www.dordingull.com/tonleikar



CONVERGE. Eitt allra ástsælasta, virstasta, framsæknasta og vinsælasta band til að koma úr hardcore ever… Komu í hardcore, snéru því öllu á hvolf með frumlegum hug-myndum, brútal og intense tónum, brutu reglur og settu aðrar sem hundruðu banda hafa reynt að apa eftir, mörgum árum seinna og gera enn, á meðan Converge tróna á toppnum og koma öllum á óvart með hverri plötunni á fætur annari.

Tónlistarlegir öfgar er lykilorðið hér, tilfininngardrifin flutningur og textagerð sem nær út fyrir alla ramma og flokkanir.

Þessir snillingar eru búnir að vera að síðan 1991 og saman stendur hljómsveitin af þeim Jacob Bannon - söngur/textar, Kurt Ballou - Gítar,bakraddir, Nate Newton - Bassi/bakraddir, Ben Koller - Trommur.
2004 hafa þeir sprent flest lýsingar-orð utan af sér sem og alla samkeppni. Virtir um heim allan af tónlistar- áhugafólki, gagnrýnendum og öðrum hljómsveitum… Converge eru komnir í þá stöðu að geta “krossað yfir” allar tónlistarlegar girðingar og komist undir skinnið á öllum þeim sem eyra hafa fyrir vandaðri, metnaðarfullru, alvarlegri og alvöru tónlist.


Þetta fer í sögubækurnar gott fólk. Dragið alla með ykkur.