Jæja nú er komið af því eftir rúmlega 11 stormasöm ár sem Suede hafa verið aktívir á tónlistarsenunni hafa þeir ákveðið að gefa út safnplötu með öllu þeira besta efni.Auk þess kemur út í dag diskur sem nefnist Attitude, aðal lag þessar smáskífu sem heitir einmitt Attitude er nýbyrjað í spilun á útvarpsstöðvum.Lagið er mjög ólíkt öllu sem Suede hefur gefið út áður, hljómsveitarmeðlimir hafa tekið undir það og hafa lýst þessu lagi sem einhverskonar elektrónísku Reggea.Persónulega finnst mér lagið vera mjög öflugt og bind vonir við það að Suede rífi sig uppúr þeirri lægð sem mér finnst persónulega þeir hafa verið í.Einnig komst ég yfir myndbandið og ég held að engin verði svikinn á því, þetta minnir mann á gömlu Suede myndböndin t.d Drowners og Animal Nitrate.Mjög súrealískt og listrænt en Það er einhvað við undirtóninn í þessu myndbandi sem fær mann til að hrífast með.En altént er þetta bara bónus við frábæra safnplötu sem Suede gefur út, af nógu er að taka og alveg ljóst að aldrei verða allir sammála hvaða lög eru best.

En þetta eru þau 21lög sem þeir Suede meðlimir hafa ákveðið að setja á diskinn: Beatiful Ones, Animal Nitrate, Trash, Metal Mickey, So young, The wild ones, Obsessions, Filmstar, Can't get enough, Everything will flow, Stay Toghether, Love the way you love, The drowners, New generation, Lazy, She's in fashion, Attitude, Electricity, We are the pigs, Positivity, Saturday night.

Eins og sjá má fer kannski mest fyrir gömlu lögunum enda að nógu að taka af Diskum eins og Suede og Dog man star.

Attitude er að mér skillst einhverskonar 2föfaldur DVD diskur, en á honum er að finna þetta efni:
Attitude - Golden gun - Oxygen - Attitude Stuttmynd.
Attitude(demo) - Just a girl - Heroine
Video: Attitide - We are so disco - Head music(arthur baker remix)
Singles commentary.

En Attitide er allavega kominn út í búðir í Englandi í dag, best of Suede kemur þann 12oktober.

Einnig er vert að minnast þess að bráðum kemur ævisaga hljómsveitarinnar sem er mjög stormasöm.Allt flakkar og mjög svo villt líferni hljómsveitarinnar á sínum tíma mun fá sinn part í bókinni.Heroínnotkun, Kynsvöll, slagsmál, mun prýða þessa bók og segja gárungarnir úti að ævisaga Jim Morrison sé eins og smásaga eftir Enid Blyton í samanburði við ævisögu Suede.

En altént svíkur Best of diskurinn með Suede engan og hvet ég fólk til að versla sér hann því svona gripur er ómissandi í plötusafni hvers unnanda fyrir góðri tónlist.Sjálfur mun ég eigna mér þennan disk þrátt fyrir að eiga öll þessi lög með þessu frábæra bandi.