Magnús Kjartansson, formaður og framkvæmdarstjóri Félags tónskálda og textahöfunda (skilst mér)…

…mætti í viðtal hjá Íslandi í dag á Stöð 2, núna áðan (fimmtudaginn 8. janúar).

Mér blöskraði gjörsamlega þegar ég heyrði í manninum. Byrjum á að koma því frá. Hann kemur mér sífellt á óvart með þessum uppástungum og vitleysu sinni.
Allavega, þá var umtalaður formaður STEFs að ræða um hlutdeild símafyrirtækjanna á Íslandi í ólöglegri dreifingu tónlistar og öðru höfunarréttar-vernduðu efni. Ég var mjög lengi að sætta mig við þá ósanngirni sem fannst neytendur beittir þegar verð á skrifanlegum diskum rauk upp úr öllu valdi vegna þess að STEF fór allt í einu að taka einhverja svakalega prósentu fyrir hvern disk af því að það er eitthvað fólk úti í bæ sem er að setja ólöglega tónlist á diska.
Núna vill Magnús láta símafyrirtækin svara til saka fyrir það efni sem fer gegnum kerfi þeirra…
HA?

Hann kom með þá líkingu að fólk borgar bæði fyrir vatn sem það fær úr krana og sem það kaupir úti í búð.
Þetta finnst mér gjörsamlega alveg úr samhengi og engan veginn sambærilegt. Hann vill semsagt fá sinn skerf af þeim gróða sem símafyrirtækin hafa af internetþjónustu sem leiðir af sjálfsögðu bara til þess að þau hækka verðið á þjónustu sinni…. sem leiðir til hvers?
Nú auðvitað að VIÐ sem erum hérna að vafra á Huga (m.a) þurfum að fara að borga meira fyrir þessa þjónustu.

Forsvarsmaður símafyrirtækisins sagði að þau mættu ekki fylgjast með því efni sem notendur fara höndum sínum um… það væri brot á einkalífi fólks.
Ég held ég hafi nú bara litlu við það að bæta…

Magnús kom þá með einhverja þvælu um að ef hann væri að skipuleggja glæp í gegnum símann þá mætti nota það gegn honum ef lögreglan kæmist í það.
Ég sé hvert hann Magnús var að reyna að fara með þetta en það var ekki að ganga. Það er ekki hægt að líkja svona hlutum saman!!

Ég skil sjónarmið hans alveg, auðvitað er svekkjandi að höfundarréttar-verndað efni sé að ganga milli fólks á netinu.
En þessar aðferðir hans eru algerlega óviðunandi, á nú að fara að fylgjast gaumgæfilega með öllu sem við sækjum á netinu? Hvað með alla þá tónlist sem er raunvörulega frí á netinu, á maður að fara í hverjum mánuði til símafyrirtækisins og réttlæta það sem maður sótti á netið? Sýna fram á hvað var frítt og hvað ekki…

Nei… þetta er ömurleg tilraun fyrir STEF til að græða enn meira.

Svona ganga hlutirnir bara fyrir sig og einhversstaðar verður að draga mörkin. Mér finnst ekki að fólk sem nær í tónlist á netinu og skrifar hana á disk eigi að tvíborga fyrir efnið… bæði fyrir að sækja hana og svo fyrir að skrifa hana. Á kannski líka að rukka mann fyrir hvert skipti sem hlustað er á hana?

Æ ég veit það ekki… mér brá allavega þegar ég heyrði þennan “málflutning” Magnúsar… mér finnst hrokinn vera orðinn fullmikill.

Ég veit að ég er kannski full stórorður hérna en ég er bara ekki sáttur við þetta. Hvað finnst ykkur?

kv.
MadMonk