Nú er loks komið að því að Bang Gang gefi út sína aðra breiðskífu í Evrópu, Something Wrong.
Það er Recall í Frakklandi sem sér um útgáfuna í Evrópu en 21 12, menningararmur 1001 NÆTUR
sér um útgáfuna hér á landi. Auk þess þá hefur Barði Jóhannsson forsprakki Bang Gang gert
“publishing” samning við útgáfurisann EMI.
Vinsældir Bang Gang hafa verið miklar í Evrópu og sem dæmi um mátt tónlistar Bang Gang þá
hefur Georgia Armani keypt lag frá Bang Gang til að nota í nýjustu auglýsingaherferðinni sinni.
Sjá má auglýsinguna á http://www.recallgroup.com/banggang/index.php?lg=uk
Framundan er mikil tónleikaferð um Evrópu til að kynna plötuna. Upphafið á túrnum verður 20.
september hér í Reykjavík. Þá verða séstakir Showcase tónleikar haldnir í Listasafni Reykjavíkur.
Þar munu mæta, auk Bang Gang og sérstakrar strengjasveitar, gestasöngvarar plötunnar s.s.
Karen Ann Zeidel, Daníel Ágúst Haraldsson, Pheobe Tolmer og Esther Talia Casey.
Í tengslum við tónleikana mun sérstakt Panik kvöld verða haldið í fyrsta sinn á Íslandi. PANIK er
haldið reglulega í Frakklandi við miklar vindældir enda koma plötusnúðar heimshorna á milli til að
skemmta á þessum klúbbakvöldum. Á Panik kvöldinu í Reykjavík munu listamennirnir Terranova,
Vitalic, og Tommy Hool skemmta ásamt vel völdum íslenskum listamönnum. Mikill hiti hefur
skapast fyrir þessari uppákomku enda ekki á hverjum degi sem Panik kvöld eru haldin utan
heimavallar.
Búist er við fjöldanum öllum af fjölmiðlafólki til að fylgjast með þessari uppákomu. Búið er að
tryggja umfjöllun fyrirfram í þessum fjölmiðlum. Sem dæmi af þeim fjölmiðlum sem hingað mæta
má nefna sjónvarpsstöðvarnar Mcm 2, Telerama 2 og Zurban 1. Auk þess sem mikið kemur af
blaðamönnum frá ekki ómerkari blöðum eins og Rolling Stones, Le Monde og Nouvel Obs. Auk
þeirra gesta sem koma á vegum fjölmiðla þá hafa verið seld um 50 sæti til fólks sem eingöngu er
að koma hingað heim til að fara á tónleikana og á PANIK kvöldið.
Showcase
Listasafn Reykjavíkur Hafnarhús – Portið
Húsið opnar kl. 20:30
Tónleikar hefjast kl. 21:00
PANIK
Kapital við Hafnarstræti
Opnar kl 00:30 til 05:30

Söngvarar:
Keren Ann Zeidel
Pheobe Tolmer
Daníel Ágúst Haraldsson
Esther Talia Casey
Lydía Grétarsdóttir
Jarþrúður Karlsdóttir

Hljómsveitina skipa:
Barði Jóhannsson – Söngur/gítar
Franz Gunnarsson Gítar
Guðni Finnsson – Bassi
Arnar Þór Gíslason – Trommur
Valdimar Kristjónsson – Hljómborð

Strengjasveit:
Roland Hartwell – lágfiðla
Olga Björk Ólafsdóttir – fiðla
Hjörleifur Valsson – fiðla
Hrafnkell Orri Egilsson – selló

Forsala miða er í verslunum BT og Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsinu
Miðaverð: Bang Gang tónleikar kr. 1500, Panik-kvöld kr. 1500,
Báðir viðburðirnir í forsölu kr. 2000