Þetta er í sjálfum sér ekki mikil grein en ég varð að létta á hjarta mínu í sambandi við Muse tónleikana sem haldnir voru í kvöld miðvikudaginn 10. des.

Ég hef sjálfur farið á þónokkra tónleika hér á landi og oftast nær skemmt mér mjög vel og má þar nefna þegar Skunk Anansie kom til landsins og Blur sem voru svo sem ágætir greyin, en tónleikar Rammstein standa nú upp úr sem kraftmestu tónleikarnir.
Allavega til að koma mér að efninu, sem sagt Muse tónleikunum sem voru í kveld, þá varð ég fyrir miklum vonbrigðum með þá. Ekki misskilja mig, Muse sjálfir rockuðu feitt en það er ekki það sem ég er að fara kvarta yfir. Það sem mér fannst að þessum tónleikum var hljóðkerfið. Hjómurinn var góður en þegar ég fer á rokktónleika þá vil ég ekki heyra annað en suð í tvær vikur á eftir, sem sagt blasta kerfið almennilega (kannski ekki alveg, en þið vitið hvað ég á við.
Nú veit ég ekki hvort þið eruð sammála mér en það á ekki að vera hægt að tala saman með svo til eðlilegum hætti þegar maður er á tónleikum, maður ætti allavega að þurfa að hækka róminn svo um muni. Í mínum huga voru þessar græjur sem hljómsveitin var með svona la la heimabíó, og áttu ekki heima á rokktónleikum. Ekki veit ég hvort þeir tímdu ekki að taka alvöru dótið með sér en eitt get ég sagt að hátalarastæðurnar á Rammstein náðu frá gólfi upp í loft og voru þær keyrðar almennilega. Og alls ekki taka þessu sem gagnrýni á Muse því þeir stóðu sig með stakri prýði og rokkuðu eins og þeim einum er lagið. Takk fyrir.