Nú var ég að skila inn stórri langlokugrein um 30 áhrifamestu sveitirnar í heimstónlistarsögunni.
Ég ákvað því að gera íslenskri músík einhver skil.

1.Sykurmolarnir/Björk
Af því: Þeir sýndu að Íslensk hljómsveit gat meikað það úti. Áhrif þeirra teygðu sig langt út fyrir landsteina. Ég ætla ekki að minnast á Björk á listanum, ég ætla að leyfa henni að deila fyrsta sætinu með hljómsveitinni sem hún varð fyrst fræg með.

2.Sigurrós.
Margar sveitir hafa stælt þá. Mín þar á meðal. Ein öflugasta plata íslandssögunnar er ágætis byrjun.

3.Trúbrot.
Ég held að þeir eigi þetta pláss skilið. Lifun er merk plata, eflaust ein sú merkasta í tónlistarsögu Íslands hingað til.

4.Spilverk þjóðanna.
Forveri Stuðmanna á skilið þetta sæti fyrir vinsældir sínar og áhrif á aðra. Þar á meðal að sjálfsögðu Stuðmenn.

5.Bubbi.
Frá því verður ekki flúið. Ef þetta væri listi yfir 20 áhrifamestu sveitir og tónlistarmenn væru Egó og Utangarðsmenn báðir inn á.

6.Fræbbblarnir.
Ekki frá því að þeir séu frumkvöðlar pönksins hér á klakanum.

7.Megas.
Er hann ekki okkar mesti trúbador? Ég bara spyr án þess að vilja móðga KK og Geir Harðar sem eiga vel heima inn á stærri lista.

8.Stuðmenn.

9.Grýlurnar.
Já, nr. 8 og 9 áttu þátt í vinsælustu söngva mynd Íslandssögunnar. Voru á tíma, (sem stuðmenn eru enn) vinsælustu ballhljómsveitir Íslands. Grýlurnar ruddu brautina fyrir aðrar kellingar ekki satt?

10.Lúdó.
Eitt fyrsta band okkar Íslendinga. Það var annaðhvort þeir eða Hljómar og ég þoli ekki hljómanna. :Þ

Þetta er ekki gallalaus listi, en þetta er minn listi. Megi aðrir gera betur og endilega skrifið gagnrýni og komið með aðrar uppástungur.