Það er engin ástæða til að missa af kimono tónleikum núna milli jóla og nýárs því ekki verða færri en þrír tónleikar í boði.
þetta lítur svona út:

29. des
Grand Rokk kl 22:00
500 kall
Kimono
Skátar
Æla

Skátar voru að gefa út plötu og verða eflaust í bananastuði þetta kvöld. að mínu mati lagnbesta band landsins!
Æla eru ekki síðri og munu þeir spila meirihlutann af settinu sínu standandi upp á stól…

30. des
Miðberg (Gerðubergi 1, 111 RVK) kl 20:00 (ekkert aldurstakmark)
500 kall
Dys
I Adapt
Kimono
Tony Blair

Úff! þetta verður magnað, Dys að koma saman aftur eftir langt hlé, allt saman eðal fólk og það verða forréttindi að fá að sjá þau aftur.
I Adapt að spila eitt af sínum síðustu giggum fyrir langa pásu, en Birkir er að flytja til Costa Ríca. Check it, ekkert aldurstakmark.

30. des
Þjóðleikhúskjallarinn kl 22:00
500 kall
Kimono
Curver
Siggi Ármann

Við sláum botninn í þennan sólarhringslanga túr með þessum tónleikum sem verða um margt sérstakir.

Siggi Ármann var að gefa út tónleikaplötu hjá Tíma. Eðalstuff segja þeir sem eitthvað vita.
Curver var að gera upp fortíðina með safnplötunni Sær. Svei mér þá ef hann er ekki byrjaður að munda gítarinn eftir langt hlé.
Curver+Kimono munu einnig spila saman en það er gert í tilefni þess að platan Curver+Kimono er að koma út hjá Tíma í janúar. Platan er samstarfsverkefni C og K og varð hún til á sama tíma og kimono platan mineur aggressif var mixuð. Var að öllu leiti notast við sömu upptökur og á mineur aggressif en þær þó teknar og afbakaðar. greinileg dub áhrif er að finna á þessari plötu og verður fólki gefinn forsmekkurinn af því á þessum tónleikum.

látið ykkur ekki vanta á þessa tónleika!

kimono þakka fyrir samveruna á árinu.

ciao, gylfi