Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Vinna erlendis yfir sumartíman

í Ferðalög fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Víst ég hef reynslusögu þá held ég að það sé best að ég svari þessu allavegana :) Í sumar fór ég á vegum Nordjobb til Finnlands og var það í borg sem heitir Tampere, hún er svipað á stærð við höfuðborgarsvæðið, nema kannski soldið stærri samt. Ég var þar í 5 vikur. Ég vann í mjög stórum og fínum kirkjugarði við viðhald á honum, mest garðyrkjustörf, þó mest allt sumarið höfum við verið að skrapa göngustígana með einhverju apparati og sópað í hrúgur og mokað upp í bíl og losað við draslið....

Re: Ronaldinho metinn á 6.5 mill.

í Manager leikir fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Natural Fitness = 5 Segir allt sem segja þarf!! Svo sýnist mér hann hafa lækkað í mörgu, var hann eitthvað meiddur? Þetta ástand sem hann er í hjá þér er ömurlegt, svo það er varla hægt að láta hann fara á meira, þetta er svona í alvörunni líka, heimsklassamaður lækkar töluvert í formi og missir metnaðinn, lækkar verðmiðinn á honum slatta og engin lið vilja kaupa hann nema lið sem finnst í lagi að fá stjörnur til sín sem eru þarna til að fá laun :)

Re: Smárabíó suckar!

í Tilveran fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Bíóhús á íslandi sucka hreinlega yfir höfuð, fyrir utan ef maður fer í lúxusbíó(sem kostar að sjálfsögðu slatta, en er samt hrein snilld). Ég var í Finnlandi í sumar og fór oft í bíó, það var góð þjónusta í afgreiðslunni(skipulögð) og bíómiðinn er merktur ákveðnu sæti þannig að maður lendir aldrei í því að heill vinahópur þykist hafa frátekið ákveðin sæti(sem er óþolandi). Og það var gott pláss milli sæti, enginn þarf að standa upp ef aðrir þurfa að fá sæti og mikið minni troðningur, og...

Re: Ofbeldí í tölvuleikjum.

í Deiglan fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Ég ætla ekki að tala um æsku mína en ég allavega hef aldrei flakkað á milli fósturheimila, og hefur uppeldið á mér einnig verið mjög gott. En hvað er að því að hafa gaman af því að spila leiki sem hafa kannski eitthvað ofbeldi? Ég hef spilað alla GTA leikina, Postal 2, Manhunt og svo nú The Punisher(sem mér persónulega finnst mikið ofbeldisfyllri en hinir sem ég nefndi á undan), samt lifi ég góðu lífi, ég er góður við allt fólkið í kringum mig og mig dettur ekki til hugar að drepa neinn....

Re: R.I.P. Lovísa Rut

í Quake og Doom fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Vá, þetta fór rosalega fyrir brjósti mér að heyra þetta :( Ég samhryggi öllum sem þekktu hana, sjálfur þekkti ég hana ekkert en ég vissi alveg hver hún var því hún var í skólanum sem ég er í á sama tíma og ég í c.a. 1-2 ár. Fæ alveg rosalega fyrir brjóstið á þessu aðallega afþví ég hef lent í svona bílveltu á fjalli og hefði núningur ekki verið nægilega til staðar þá hefði ég endað sennilega mun verri veltu en að mér skilst hafi verið þarna, semsagt örugglega dáinn líka :( En lífið verður að...

Re: Hver er elsti hugarinn.

í Tilveran fyrir 19 árum
Verð 20 ára 17. september nk.

Re: No cd crack

í Manager leikir fyrir 19 árum
Guð einn veit hve lengi þessi þráður fær að lifa :)

Re: Þá hef ég sótt um

í Manager leikir fyrir 19 árum
Ég óska þér góðs gengis :) Það sem ég hefði viljað sjá nýtt hér er að áhugamálið fengi nýtt heiti, verði þá Football Manager í stað Championship Manager, þar sem nýji Championship Manager leikurinn(CM5) er í skugganum á FM2005, svo myndi ég vilja hætta að sjá sögur og svoleiðis dæmi samþykkt sem greinar, frekar vil ég hafa sér horn fyrir það. Kemur oft fyrir að fréttir og fleira sem tengist leiknum týnist í greinunum útaf menn eru að senda inn sögur. En þetta er bara það sem ég vill.

Re: CM5 ???

í Manager leikir fyrir 19 árum, 1 mánuði
æj fyrirgefið, ég meinti 2d engínan :) FM2005 slær þessum leik margfallt við, bara frábært mál að SI hafi hætt samvinnunni við Eidos á gerð gömlu leikjanna. FM2005 er mikið betri þróun frá CM4, og var ég allan tímann mikið viss um að þeir myndu hafa betur, og finn ég það á mér að CM5 mun “hverfa” eins og mjög margir manager leikir sem hafa verið gerðir og aldrei náð að slá í gegn, dæmi: Fifa Soccer Manager, Ultimate Manager, LMA Manager og endalaust svona :) Til margir fleiri svona leikir....

Re: CM5 ???

í Manager leikir fyrir 19 árum, 1 mánuði
Ég hef prófað þennan leik aðeins og vá, hann er hreinlega ömurlegur! Interfaceið er gamaldags og leiðinlegt, 3d engínan ansi ófrumleg og léleg(minnir mig á marga lélega manager leiki sem ég hef keypt á árunum, leiki sem aldrei slóu í gegn) og svo eru aðgerðirnar ekki margar. Ég vil taka framm, ég keypti mér ekki leikinn, og mun ég ekki gera það.

Re: Verðlagning á DVD á Íslandi

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 1 mánuði
Ég er hjartanlega sammála. En skífan hefur alltaf verið svona, allt fokdýrt og það svínvirkar hjá þeim því mörgum íslendingum finnst það rosalega flott og fínt að yfirborga vörur sem þeir kaupa og þeim er alveg sama þó þeir tapi. Enda heyri ég oft fólk monnta sig yfir því þegar það borgaði c.a. 17þús fyrir buxur sem það er í… verulega sorglegt, ég sem einmitt reyni að kaupa mér buxur fyrir lítinn pening svo lengi sem þær eru sómasamlegar.. en ég ætla ekki að fara út fyrir efnið núna. Ég...

Re: Að deyja úr ástarsorg!

í Rómantík fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Þó að sjálfsmorð sé alveg hrikalegur hlutur og alveg hræðilegt að fólk láti verða að því þá verð ég samt að segja að það sé rosalega rómantískt að svipta sér lífi í ástarsorg því þá er maður að sína að viðkomandi elskhugi hafi verið lífið manns og á hans/hennar sé alls ekkert hægt að lifa. En samt finnst mér best að fólk leiti sér hjálpar og komist yfir svona vandamál en að gera þennan slíka hlut.

Re: Könnun á forsíðunni

í Tilveran fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Já einmitt, frábært að borða það á jólunum :) Afhverju ekki að fara bara með fjölskylduna á McDonalds á aðfangadagskvöld og borða jólamatinn þar? :)

Re: Htlm forritun - Hjálp?????

í Forritun fyrir 19 árum, 4 mánuðum
www.htmlgoodies.com P.S. HTML = Hyper-Text Markup Language og Markup er EKKI forritun :)

Re: Fótboltatölvuleikur bannaður í Kína

í Manager leikir fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Djöfulsins þröngsýni er þetta hjá þessum kínverjum, ekki eins og það skipti einhverju máli að svona ófótboltalegir hlutir séu teknir framm, allavega gæti mér aldrei orðið meira sama… og ef þeim langar að auka áhuga á fótbolta í sínu heimalandi er það mjög heimskulegt að banna fótboltaleiki eins og þennan.

Re: það er allt í rugli

í Manager leikir fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Hversu mikið minni(RAM) ertu með? Og hversu öflugur er örgjörvinn þinn ? Ef þú segir okkur þessar upplýsingar getum við hjálpað þér kannski. Kannski er tölvan þín ekki nægilega öflug til að spila FM 2005.

Re: Football manager 2005 of léttur?

í Manager leikir fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Líka einn galli við þetta sem fer verulega í taugarnar á mér. Lið sem tölvan stjórnar eru ekki að passa almennilega upp á að gera samninga við lykilmenn sína til að halda þeim og er þá oft í lok desember ekkert mál að semja við alla menn sem eru að klára samninginn og fá þá frítt eftir leiktíðina, og þá eru líka nákvæmlega engin lið í samkeppni við mann að stela þessum gaurum… sértu stórlið þá geturu fengið hvaða mann sem er til þín sem er að klára samning sinn svo lengi sem þú bíður honum góð laun…

Re: eitthvað varið í football manager??

í Manager leikir fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Það er rétt, hægt að hafa leikinn alveg eins og maður vill. http://www.mindcompression.com/ Kominn editor til að edita meðan leikurinn er í gangi, gerir fleirum kleift að hafa þetta alveg eins og þeir vilja, hef ekki prófað enn og langar ekki að prófa strax :)

Re: eitthvað varið í football manager??

í Manager leikir fyrir 19 árum, 5 mánuðum
in your dreams :)

Re: RUGL! :S

í Rómantík fyrir 19 árum, 6 mánuðum
hehe, ætlaði að fara að segja að þú værir svona rugluð :)

Re: Vegna lögregluaðgerða gegn höfundarréttarbrotum.

í Deiglan fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Þá pantaru þá af amazon.com og já, þú munt þurfa að borga himinhá tollgjöld… þetta er bara enn einn hluturinn sem yfirvöld gera hér til að gera þetta að ömurlegu landi til að búa í…

Re: Kurt Cobain, lifandi guð!

í Rokk fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Góð grein og mjög leiðinlegt að svona hæfileikaríkur maður hafi þurft að gera þetta á fremur ungum aldri :(

Re: KS, Leiknir R og Víkingur Ó

í Manager leikir fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Nú það er náttúrulega bikarkeppni þar sem lið alla leið niður í 3. deild taka þátt í.. og svo eiga öll lið möguleika á að komast upp um deildir og er einnig mjög gaman að sem flest liðin séu með alvöru leikmenn.. því fleiri því betra segi ég. Bara afhverju ekki segi ég…

Re: KS, Leiknir R og Víkingur Ó

í Manager leikir fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Geturu nokkuð gefið út núna hvaða neðrideildarlið þú hefur sett inn í leikinn? Mér þætti gaman að vita um þær upplýsingar sem ég gaf :)

Re: KS, Leiknir R og Víkingur Ó

í Manager leikir fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Tilhvers í fjandanum eruði að rífast yfir þessu?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok