jæja..

ég keypti mér football manager 2005 fyrir akkurat viku síðan.. beið spenntur eftir að mamma kæmi með hann úr fríhöfninni og svo loks kom hún.

ég ákvað að byrja sem Barcelona.

ég keypti ekki mikið af leikmönnum til að byrja með nema bara Coloccini, frá Milan. Prófaði allskonar kerfi í fyrstu tveimur æfingaleikjunum og komst að því að 4-1-1-3-1, virkaðir svona djöfulli vel..

En svo hófst tímabilið.

Ég keppti minn fyrsta leik í deildinni móti Mallorca á útivelli… Liðu 16 mínútur og ég var kominn í 2-0.. Ronaldino og Samuel Eto'o með mörkin en nóg um það. Leikurinn endaði 0-6. ég keppti minn annann leik, við Deportivo sem vannst 4-1.. en nóg um deildina í bili…

Fyrsti leikurinn minn í meistaradeildinni, var við eitthvað daupurt lið sem ég man ekki hvað heitir. Sá leikur vannst 9-0.. og þá fór ég svona að hugsa .. “askoti er þetta nú léttur leikur eitthvað.”

En ég hélt áfram.. vann hvern leikinn á fætur öðrum.. þangað til það kom að ég gat keypt leikmenn aftur… þá fékk ég tilboð frá Real Madrid í Samuel Eto'o sem hljóðaði upp á 57 milljónir pund.. og ég tók því strax og var kominn með 80 milljónir til að kaupa… ég keypti þá veron á 5 millur, Daniello De rossi á 20 millur, Freddy Gúarín á 2 millur, Baptista á 28 millur og Andrea Pirlo og 17 millur.

En, svo hélt tímabilið áfram.

ég hélt áfram sigurgöngu minni og var lang efstur og kominn í 8 liða úrslit í meistaradeldinni að mig minnir… Þegar leikmannamarkaðurinn opnaði aftur..
Þá seldi ég Gabri,Gerard,Riquelme og nokkra til viðbótar auk þess sem boardið gaf mér 30 milljónir punda.

ég ákvað að vera ekki að eyða miklu þannig ég keypti bara Sol Campell. og átti ennþá sirka 70 milljónir punda í leikmannakaup.

Áfram hélt tímabilið, Og það endaði með því að ég gjörsamlega slátraði deildinni, og vann einnig Juve í úrslitleiknum í meistaradeildinni 2-0 eftir auðveldann leik minn með 20 skot á móti 3.

Einnig má til þess geta að markatalan mín á heimavelli þetta tímabil var 97-6 og allir leikir sigraðir.

En svo endaði tímabilið og ég með gjörsamlega ENDALAUSANN pening.

Þá keypti ég óendanlega mikið af mönnum: Rafael Van Der Vaart, Robben, Mexés,Zambrotta og Berbatov- sem á fyrsta tímabilinu var markahæsti maður evrópu og var valinn leikmaður ársins, sóknarmaður ársins og allt bara.

Svo hófst annað tímabil… Ennþá hélt sigurgöngu minni áfram og ég alltaf í sama góða forminu…

Svo opnaðist leikmannamarkaðurinn aftur.

Þá fór ég aðeins að fikta í “Player Search” og sá að leikmenn eins og Ronaldo, Fernando Torres Cacau og margir fleiri voru með “contract unprotected”(minni mig að það heitir), og ég gerði náttúrlega hiklaust Approach to sign og fékk Ronaldo og Fernando Torres í sömu viku…

Svo hélt tímabilið áfram, og ég áfram óstöðvandi, og ég er ekki kominn mikið lengra en það .. er núna búinn með 31 leik í deildinni á öðru tímabilinu, er í fyrsta sæti og í undanúrslitum í meistaradeildinni… og til gamans má geta að ég er að fara að fá Nicholas Anelska(metinn á 32 milljónir punda) og Francesco Totti(metinn á 36 milljónir punda), báða fría.

Einnig. til gamans ætla ég að skrifa upp byrjunarlið mitt eins og það er:

GK-Victor Valdes og Hans Jorg Bött til skiptis
DL-Zambrotta
DC-Mexes,Campbell og Puyol berjast um 2 stöður
DR-Coloccini

DMC-Danliello Di Rossi eða Andrea Pirlo(báðir metnir á 27 milljónir punda)

MC- það er misjafnt en eins og stendur er ég með Van Der Vaart og Xavi til skiptis

AMC, Nr.1-Robben
AMC, Nr.2-Ronaldinho
AMC, Nr.3-Saviola eða Deco

FC- Ronaldo, Berbatov og Torres.. skipta þessu jafnt á milli sín.

En, aðalástæðan fyrir þessari grein er spurningin: Er þessi leikur einum of léttur þegar maður er svona stórt lið?