Ég á við smá vandamál að stríða, og vil endilega fá að vita hvort það eru einhverjir þarna úti sem að kannast við þetta, eða hvort að það sé bara eikkað að mér.
Málið er að alltaf þegar ég byrja með strák og fer að finna fyrir eikkerju meira en smá hrifningu eða skoti, þá verð ég hrædd og dömpa stráknum strax án þess að gefa nokkra skýringu. Ég hef verið með nokkuð mörgum strákum sem voru flestir frábærir, en um leið og mér fór að þykja vænt um þá og fann að ég var farin að sakna þeirra þegar þeir voru ekki hjá mér, þá sleit ég öllu sambandi við þá strax.

Ég hef aldrei verið ástfangin eða elskað strák sem kærasta minn, enda er ég skíthrædd við það. ég hugsa alltaf: hann á pottþétt eftir að særa mig og ég á eftir að liggja í margra vikna þunglyndi yfir þessu og blablabla.
ég hef nebblilega horft á fullt af vinkonum mínum lenda í ástarsorg og bara vill engan veginn lenda í þessu sjálf og hugsa alltaf að ef ég eigi aldrei eftir að verða ástfangin, þá muni ég aldrei þurfa að lenda í þessu…
ég trúi því heldur ekki að það sé til eikker ,,einn réttur" fyrir mann og að maður eigi eftir að finna hann.
kannast eikkerjir við svona hræðslu?
góð ráð vel þegin… kv. aras