Pabbi minn var alltaf í björgunarsveit þegar ég var lítil. Hann sá meira að segja um unglingadeildina. Ég man ekki eftir að það hafi truflað mikið. Eina sem ég man eftir var að hann fór einu sinni í útkall á aðfangadag, en hvað gerir maður ekki fyrir fólk í lífshættu? Jú, það eru allskonar námskeið og ferðir. En af hverju ætti hann ekki að fá að eiga áhugamál? Það að vera í björgunarsveit er líka mjög gott fyrir mann. Góð hreyfing, félagsskapur, skemmtun … Fyrir utan það hvað...