Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

dha
dha Notandi frá fornöld 36 ára kvenmaður
1.508 stig

Re: Gospel og þannig háttað

í Jazz og blús fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Samkvæmt lögum má enginn undir 18 ára vera þar sem vínveitingar eru nema í fylgd foreldris eða maka. Ég hef samt oft brotið þetta :Æ (var að vinna á hóteli)

Re: garhhh ritstífla! :@

í Tilveran fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Jah … Eiginlega ekki … Ég skrifa greinar alltaf í notepad ;)

Re: Höfuðverkur!

í Heilsa fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Ef þú finnur til í augunum efast ég um að það sé vöðvabólga. Venjulega er hausverkur hjá mér þannig að ef hann er í hnakkanum er það vöðvabólga, daufur verkur um allan haus er vatnsskortur og verkur bakvið augun og í augunum er þreyta eða veikindi (kvef og svefnleysi).

Re: út úr heiminum?

í Heilsa fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Man það ekki …

Re: garhhh ritstífla! :@

í Tilveran fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Búin að því :) Bara eitthvað erfitt að senda inn :S (búin að reyna 5 sinnum og það virkar ekki :C )

Re: garhhh ritstífla! :@

í Tilveran fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Hehe, kannast við þetta :) Ég er reyndar núna að vinna í grein sem var ákveðin fyrirfram, en það er bara of skemmtilegt efni til að mistakast - Playlistinn minn og skrifa um hvert lag :) Búin að skrifa um sirka 80 af 100 lögum :D

Re: Höfuðverkur!

í Heilsa fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Passaðu bara að anda rétt og sitja rétt. Þegar þú ert í tölvunni verðurðu að passa að vera bein og slök í öxlunum. Andaðu ofan í magann en ekki fara upp með axlirnar. Maður er svolítinn tíma að temja sér þetta en það virkar. Góð leið til að æfa sig að anda rétt er að liggja á bakinu, setja nokkrar bækur á magann (loksins hægt að nota skólabækurnar í eitthvað gagnlegt :P) og anda þannig að þær lyftist.

Re: garhhh ritstífla! :@

í Tilveran fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Ég reyndar get aldrei skrifað neitt svona fyrirfram ákveðið. Ég sendi inn grein í greinasamkeppni á /hljóðfæri og hún var hörmung :S Svo get ég skrifað ágætar greinar þegar mér leiðist seint á kvöldin. Verst að það skemmir svefninn :P

Re: "Turn on what I'm listening to"

í Tilveran fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Þetta virkaði hjá mér fyrst, og svo hætti það bara allt í einu. Svo skipti ég yfir í iTunes því WMP lét alltaf tölvuna frjósa og þá virkaði þetta aftur :)

Re: Vélritun

í Tilveran fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Ég var alltaf léleg í vélritun. Þangað til ég hætti að læra hana og hætti að fara í próf í henni. Núna get ég skrifað á tölvu ótrúlega hratt án þess að horfa :) Bara af því ég er farin að glósa alltaf í tölvu í skólanum :)

Re: garhhh ritstífla! :@

í Tilveran fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Awww … Kannast við þetta. Ég er eiginlega alltaf með ritstíflu á vitlausum tíma. Eða eiginlega “ekki-ritstíflu” á vitlausum tíma - sirka 2-5 á nóttunni (ég er svona næturmanneskja). Ég er reyndar lélegur penni hvort sem er :P Hvar ætlaðirðu að skrifa grein?

Re: Of mikið öryggi?

í Tilveran fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Já, það hefur örugglega verið það. Og svo voru gúmmíteygjurnar svo hún væri lengur að opna það og sýna þeim.

Re: Of mikið öryggi?

í Tilveran fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Svo gæti hún tekið teygju af og farið að skjóta í fólk :) Er það ekki líklegt? Eða kveikja í handritinu?

Re: 14 tíma skóladagur

í Skóli fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Tekurðu verklega á undan bóklega? Ég hef aldrei fattað iðnnám :S En mig langar að fara í þanni :)

Re: Blús Bræður

í Jazz og blús fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Ég var að pæla í því hvort ég ætti að samþykkja þetta því ég kannaðist ekkert við þá :S

Re: Höfuðverkur!

í Heilsa fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Ef maður væri með heilaæxli bara af því maður væri með hausverk, þá væri ég dauð. Örugglega þreyta, vöðvabólga, mígreni, vatnsskortur, leifar af kvefi eða bara einfaldlega hausverkur útaf eiginlega engu.

Re: út úr heiminum?

í Heilsa fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Þetta heitir athyglishlé. Ég fæ mjög oft svona, samt hefur það minnkað nýlega. Ég fæ oftast svona í skólanum í leiðinlegum tímum :P

Re: Phillip Pullman

í Bækur fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Ég væri alveg til í að sjá það :) Sama þótt þær yrðu ekki eins góðar og bækurnar. En ég veit ekki, hef heyrt eitthvað um það en veit ekki hvort það var satt.

Re: Plaköt !!

í Gullöldin fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Tvö Pink Floyd. (eða reyndar tók ég annað niður og var að færa það en er ekki búin að setja það aftur upp) http://www.sfondideldesktop.com/Images-Music/Pink-Floyd/Pink-Floyd-0003/Pink-Floyd-0003.jpg http://artfiles.art.com/images/-/Pink-Floyd-The-Wall-Poster-C10289248.jpeg

Re: Tónleikar Blásarasveitar Reykjavíkur

í Klassík fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Ok, semsagt ekki eins og mig minnir að ég hafi verið að lýsa þarna fyrir ofan (Cold Shower) þar sem þessu var ætlað að skera í eyrun og virka eins og köld sturta (verð að segja að það tókst mjög vel hjá honum)

Re: Vinna:(

í Tilveran fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Og það heldur að maður sé besti vinur þess … Úfff, þoli ekki svona. Sem betur fer losnaði ég við flesta svona þegar ég skipti um skóla, en það er ein svona stelpa hérna :S

Re: Fél 103. Endless leiðnlegt!! svör við spurningum?

í Skóli fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Takk :) Það væri sniðugt að hafa eitthvað svona glósu-dæmi hérna. Ég gerði reyndar þessa síðu af því það var alltaf verið að biðja um glósur hérna. Það er öllum velkomið að nota hana eins og þeir geta. Ég glósa samt ekki alltaf í tölvu svo þetta er bara einn og einn áfangi. En hefur samt örugglega hjálpað einhverjum :)

Re: Hvað felst í nafninu?

í Bækur fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Örugglega frekar vitleysa í mér af því ég fann þetta bara einhversstaðar á netinu (minnir mig)

Re: Vinna:(

í Tilveran fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Sammála! Það hlýtur bara að vera skárra en að afgreiða!

Re: Vinna:(

í Tilveran fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Af hverju ertu í fríi? Ég á við sama vandamál að stríða. Nema það veldur því að ég get ekki losnað við leiðinlegt fólk :S
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok