Hæhæ.

Langar að varpa fram smá spurningum áður en ég held áfram.
Finnst þér alveg ógeðslega leiðinlegt í skólanum?
Mikill heimalærdómur?
Langur skóladagur?
Kennarar ósanngjarnir og leiðinlegir?

Ef þú svaraðir “já” við einhverri af þessum spurningum þá myndi ég lesa áfram. Þú verður bara nokkuð sátt/ur með skólan eftir það.

Þannig er nú mál með vexti að ég hef fengið það tækifæri að kynnast Kínversku skólalífi.
Eins og flestir vita er mannfjöldin í Kína gífurlegur.
Til þess að komast í Háskóla í Kína er ekki nóg að vera góður nemandi með góðar einkunnir. Nei. Þú verður að vera bestur, ekki næstum því bestur heldur bestur.

Ásókn í háskóla í kína er gífurleg en mun færri komast að heldur en vilja.
Sem er aðalástæða þess að 70% unglinga í Kína þurfa að notast við gleraugu.
Hvernig stenst það?

Í meðal framhaldsskóla þurfa krakkar að vera mættir í skólan fyrir 7 á morgnana. Skólinn stendur svo oft yfir alveg til hálf átta á kvöldin.

Ekki nóg með rosalega langan skóla dag heldur eru skóladagarnir ekki bara 5 eins og hjá okkur. Þeir eru sex. Skóli frá mánudegi til Laugardags.

Það er ekki allt. Eftir skóla vinna nemendur heimavinnuna frá því að þau koma heim og þanngað til að þau fara að sofa. Milli 12 og 1.

Þessi eini frídagur fer því skiljanlega aðalega í hvíld og að vinna upp heimavinnu sem ekki náðist að gera í vikunni.

Kennararnir í Kína eru svakalegir. Ef þú mætir of seinnt máttu búast við 10-20 mínútu ræðu yfir þér fyrir framan allan bekkinn.
Heimavinnan er líka stór hluti, veit um atvik(örugglega eitt af mörgum) þar sem nemandi gerði heimavinnunna sína en bara ekki nóg og vel. Í næsta tíma fékk hann að sitja aftast á litlum kolli, án borðs og þurfti að læra svoleiðis. Þetta var hans refsing.

Æfiru íþróttir alveg á fullu? Já ekki í Kína. Þar gefst ekki tími til að æfa íþróttir. Það má ekki eiga kærustur eða kærasta. Tölvuleikir eru bara lúxus.

Ef þú hefur nennt að lesa allt þá hlíturu að horfa á paradísarlífið sem kallast skólalíf hér á Íslandi öðrum augum.

Takktakk
og munið…